Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1163

Haldinn í ráðhúsi,
18.02.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varamaður,
Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2502006F - Velferðarnefnd - 39
Fundargerð velferðarnefndar númer 39 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
2. 2502001F - Íbúaráð - Suðursveit og Mýrar - 7
Íbúaráð Suðursveitar og Mýrar númer 7 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
Almenn mál
3. 202502023 - Félagslegt leiguhúsnæði - 2025
Velferðarnefnd skal taka til umfjöllunar í upphafði hvers árs hækkun á tekju- og eignamörkum vegna umsókna um félagslegt leiguhúsnæði.

Velferðarnefnd lagði til að tekju og eignamörk yrðu hækkuð samkvæmt launavísitölu í samræmi við það sem gert hefur verið síðustu ár.

Eftir vísitöluhækkun verða tekjumörk einstaklinga 6.949.741 kr. á ári. Auk þess lagði velferðarnefnd til að tekjumörk hjóna yrðu hækkuð umfram vísitöluhækkun upp í 8.930.417 kr. til að leiðrétta hlutfall milli einstaklinga og hjóna. Við tekjumörk bætast svo 1.368.269 kr. við vegna hvers barns undir 20 ára aldri og/eða 728.631 kr. vegna barns sem er í umgengni við foreldri.

Eignamörk verða 8.256.144 kr.

Málinu vísað til umræðu í bæjarráði


Bæjarráð samþykkir hækkun á tekju- og eignamörkum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
4. 202405059 - Vegur á milli Nesja og Hafnar - Hringtorg
Bæjarstjóri fór á fund með Vegagerðinni og upplýsti bæjarráð um stöðu mála. Ásamt minnisblaði umhverfis- og skipulagsstjóra um málið lagt fram.

Bæjarráð lýsir enn á ný vonbrigðum með niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að örlítil breyting á veglínu nýja vegarins, sem gefur möguleika á að koma fyrir hringtorgi á veginn í stað tveggja hættulegra T-gatnamóta, þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum. Slíkt ferli tekur tíma sem setur verkefnið í uppnám enda framkvæmdir við nýjan veg yfir Hornafjarðarfljót langt á veg komnar. Um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir okkur Hornfirðinga og þá gesti sem sækja okkur heim - þetta er öryggismál sem að mati bæjarráðs varðar almannahagsmuni.

Bæjarstjóri átti fund með forstjóra og sérfræðingum Vegagerðarinnar mánudaginn 17.02.2025 og forstjóra og sérfræðingi Skipulagsstofnunar 18.02.2025. Á þessum fundum kynnti bæjarstjóri sjónarmið sveitarfélagsins ásamt því að farið var yfir stöðu málsins frá öllum hliðum og þeir kostir sem eru í stöðunni reifaðir og metnir.

Það er ljóst að tíminn vinnur ekki með okkur en þó teljum við að kostir séu í stöðunni sem sveitarfélagið, vonandi í samráði við Vegagerðina munu fullkanna.
5. 202502056 - Opinber heimsókn forseta Íslands til Hornafjarðar
Forseti Íslands kemur í fyrstu opinberu heimsókn sína til Hornafjarðar dagana 12. til 13. mars nk. Drög að dagskránni lögð fram til umræðu og kynningar.

Bæjarráð lýsir yfir mikilli ánægju með að fyrsta opinbera heimsókn Forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur, innanlands verði til Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Dagskrá heimsóknarinnar verður kynnt innan fárra daga.
6. 202402100 - Fundartími bæjarstjórnar
Færa þarf fundartíma næsta bæjarstjórnarfunds vegna opinberrar heimsóknar forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur. Lagt er til að fundartími færist frá fimmtudeginum 13.03.2025 til föstudagsins 14.03.2025.

Samþykkt samhljóða.
7. 202501087 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
Viðauki 2, sem samþykktur var í bæjarstjórn 13.02.2025, er aftur lagður fram leiðréttur.

Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka 2 og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
8. 202501041 - Hraðahindrun Kirkjubraut 5
Eftir ábendingar um hraðaakstur á Kirkjubraut hafa verið settar upp tvær götuþverarnir við Kirkjubraut 9, 36 og 38 til þess að draga úr umferðarhraða og auka umferðaröryggi.




Bæjarráð lýsir yfir ánægju með aðgerðinar til þess að draga úr umferðarhraða og ítrekar að endurskoða þurfi umferðaröryggisáætlun.
9. 202402127 - Íþróttahús - hönnun
Fundargerð stýrihóps um nýtt íþróttahús númer 27 lögð fram.



Lagt fram til kynningar.
27.fundur í stýrihóp um nýtt íþróttahús.pdf
10. 202502013 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Fundargerð 963. fundar stjórnar Sambandsins frá 31. janúar 2025 lögð fram

Lagt fram til kynningar.
11. 202502055 - Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2025
Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 31. janúar 2025 númer 80 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
12. 202412029 - Umsögn um útgáfu rekstrarleyfis -Gististaður flokkur IV-Hvannabraut 3-5
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki IV gististað Tegund: B Stærra
gistiheimili. Sótt er um leyfi fyrir 70 gesti.
Umsagnir byggingarfulltrúa, slökkviliðsstjóra og heilbrigðiseftirlitsins lagðar fram.



Bæjarráð veitti samhljóða jákvæða umsögn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til baka Prenta