Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar númer 87 lögð fram til kynningar.
Almenn mál
3. 202110090 - Umsókn um lóð - Hagaleira 1
Lóðarhafi óskar eftir framlengingu á fresti. Þann 11.10.2024 var lóðarhafa að Hagaleiru 1 send tilkynning um fyrirhugaða afturköllun lóða og gefinn kostur á að senda andmæli vegna þess til 24.10.2024. Erindi frá lóðarhafa barst 22.10.2024.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að veita frest til 1. maí 2025 til þess að hefja framkvæmdir.
4. 202410086 - Ósk um framsal lóðarleiguréttinda - Ægissíða 11
Kristján V. Björgvinsson óskar eftir samþykki bæjarráðs fyrir framsali á lóðarleiguréttindum á Ægissíðu 11 til Hafsteins Elvars Aðalsteinssonar.
Bæjarráð samþykkir samhljóða framsal á lóðaleiguréttindum. Sviðsstjóra mannvirkjasviðs falið að vinna áfram að málinu í samstarfi við lóðarhafa.
5. 202410074 - Ósk um aukafjárveitingu til að vinna úttekt á innleiðingu Barnvæns sveitarfélags
Ungmennaráð óskar eftir 1.500.000 í auka fjárveitingu vegna myndbandsgerðar um Barnvænt sveitarfélag. Myndbandið yrði hluti af úttekt sem ungmennaráð þarf að vinna en myndi síðan nýtast sem kynning á Barnasáttmálanum og Barnvænu sveitarfélagi bæði innan sýslu en einnig á landsvísu.
Verkefnið rúmast innan fjárheimilda.
6. 202410073 - Opnunartími ráðhúss
Lögð er fram tillaga sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að breyttum opnunartíma ráðhúss. Tillagan felur í sér að í stað þess að ráðhúsið sé opið frá kl. 9:00-12:00 og 12:45- 15:00 alla virka daga, verði opnunartíminn frá kl. 9:00-15:00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 9:00-13:00 á föstudögum.
Bæjarráð samþykkir tillögu um breyttan opnunartíma og lýsir ánægju með að ráðhúsið verði opið í hádeginu til þess að bæta þjónustu við íbúa. Breytingin tekur gildi 1. nóvember 2024. Íbúum er bent á að íbúagáttin er alltaf aðgengileg og breyttur opnunartími hefur ekki áhrif á opnunartíma Svavarssafns.
7. 202409078 - Atvinnu- og rannsóknasjóður. Staða sjóðsins og styrkverkefna.
Bæjarráð óskaði eftir gögnum um sölu á hluta sveitarfélagsins í Sláturfélaginu Búa sem og gögnum um úthlutanir atvinnu- og rannsóknarsjóðs síðustu ára. Umbeðin gögn lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að 10.572.306 krónur sem greitt var fyrir stofnbréf sveitarfélagsins í B-deild Stofnsjóðs Sláturfélagsins Búa svf. verði nýtt til þess að styrkja höfuðstól atvinnu- og rannsóknarsjóðs. Samþykkt samhljóða.
8. 202409083 - Álagningarreglur 2025
Uppfærðar álagningarreglur 2025 lagðar fram til samþykkis.
Bæjarráð samþykkir álagningarreglur samhljóða og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.
Gestir
Xiaoling Yu- Umhverfisfulltrúi
9. 202404109 - Samráðsfundur um landsbyggðarstrætó
Vegagerðin vinnur að endurskoðun á leiðarkerfi landsbyggðarstrætós. Verkefnið hófst á samráðsfundum með Vegagerðinni og hagsmumaaðilum landsbyggðastrætós. Niðurstöður samráðsfunda og upplýsingar um verkefnið lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.
10. 202310061 - Ákvörðun EBÍ um ágóðahlutagreiðslu ársins til aðildarfélaga EBÍ
Erindi frá eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem tilkynnt er ákvörðun stjórnar EBÍ um ágóðahlutagreiðslu ársins til aðildarsveitarfélaga EBÍ. Hlutdeild sveitarfélagsins er 1.608% og fjáræðin sem greidd er verður 804.000 kr.