Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1162

Haldinn í ráðhúsi,
11.02.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varamaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2501014F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 93
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar númer 93 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
Almenn mál
2. 202502027 - Störf í Gömlu búð
Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar kynnir nýjar áherslur í starfsemi Gömlubúðar og óskar eftir fjárveitingu í aukinn opnunartíma upplýsingamiðstöðvar Hornafjarðar.

Bæjarráð er jákvætt fyrir tillögunni og vísar henni til mats á fjárhagslegum áhrifum. Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og forstöðumanni menningarmiðstöðvar falið að vinna áfram að málinu.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Kristín Vala Þrastardóttir - Forstöðumaður menningarmiðstöðvar
3. 202412123 - Fjárhagsaðstoð - Rafrænt Ísland
Stefnt er að því að færa umsóknarferli vegna fjárhagsaðstoðar úr málakerfi sveitarfélagsins yfir á samræmt kerfi sveitarfélaga í gegnum island.is. Margvíslegur ágóði hlýst af því t.d. með beinni tengingu við aðrar ríkisstofnanir svo sem skattinn sem auðveldar bæði starfsfólki og umsækjendum umsóknarferlið. Til að ferlið geti hafist þarf að tengja bakvinnslukerfi island.is, Veitur við bókhaldskerfi sveitarfélagsins sem rekið er að Wise.
Samningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar við Wise vegna tengingar Veitna við Navition bókhaldskerfið lagður fram og óskað eftir viðbótarfjármagni vegna kostnaður sem hlýst af vinnu við uppsetningu og mánaðargjaldi.


Bæjarráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að undirrita samninga við Wise. Kostnaðurinn rúmast innan fjárheimilda.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs
4. 202409039 - Innleiðing á Dala Care í Stuðnings- og virkniþjónustu
Innleiðing á DalaCare hugbúnaðinum í starfsemi stuðnings- og virkniþjónustu sveitarfélagsins var í undirbúningi á síðasta ári og hófst notkun hans núna í Janúar. Einn af þeim verkþáttum sem þarf að vinna við innleiðinguna er að tengja kerfið við bókhaldskerfi sveitarfélagsins en við það sparast mikill fjöldi vinnustunda á mánuði bæði hjá starfsmönnum stuðnings- og virkniþjónustu sem og bókhaldsins.
Samningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar við Wise vegna tengingar Dala Care við Navition bókhaldskerfið lagður fram og óskað eftir viðbótarfjármagni vegna kostnaður sem hlýst af vinnu við uppsetningu og mánaðargjaldi.


Bæjarráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að undirrita samninga við Wise. Kostnaðurinn rúmast innan fjárheimilda.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs
5. 202501034 - Umsókn um lóð - Austan Heppuvegar 6
Bjarni Hákonar efh. sækir um lóð austan Heppuvegar 6 til notkunar sem athafnalóð.

Svæðið er ekki laust til úthlutunar skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagsstjóra að gera drög að samning við umsagnaraðila með 3 mánaða uppsagnarverkefni.
Samþykkt samhljóða.
6. 202405047 - Útboð: Hafnarbraut 27 Ráðhús 1.áfangi
Uppfærð kostnaðaráætlun vegna framkvæmda á Ráðhúsi lögð fram.

Bæjarráð felur mannvirkjasviði yfirfara útboðsgögnin og bjóða verkið aftur út.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Björn Imsland
7. 202501073 - Umsókn um lóð - Júllatún 10
Umsókn frá Stálgrindarhús ehf um lóð á Júllatúni 10.

Bæjarráð er jákvætt fyrir lóðarúthlutuninni með fyrirvara um að viðunandi gögn berist og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar þegar þau berast. Samþykkt samhljóða.

8. 202501074 - Umsókn um lóð - Júllatún 8
Umsókn frá Stálgrindarhús ehf um lóð á Júllatúni 8.

Bæjarráð er jákvætt fyrir lóðarúthlutuninni með fyrirvara um að viðunandi gögn berist og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar þegar þau berast. Samþykkt samhljóða.
9. 202412105 - MERCEDES BENZ SPRINTER 519 4X4 SLÖKKVIBIFREIÐ
Slökkvilið Hornafjarðar auglýsti útboð á slökkvibifreið. Um er að ræða tækjabifreið fyrir útkallslið slökkviliðs í Öræfum. Alls bárust fjögur tilboð frá þremur fyrirtækjum.

Fjögur tilboð bárust í verkið frá:

Ólafi Gíslasyni CO hf. og Eldvaramiðstöð upp á 24.924.366 kr. án vsk. og annað sem hljóðar upp á 27.802.192 kr. án vsk.
MOTO TRUCK SP. Z o.o. með aðstoð Daga miðlun og Þjónustu ehf. upp á 27.721.000 kr. án vsk og vörugjalds.
JUPO Íslandi ehf í samstarfi við TPSP "Ładziński Produkcja Specjalistyczne Pojazdów" upp á 34.609.752 kr. án vsk.


Bæjarráð samþykkir tilboð frá Ólafi Gíslasyni CO hf. og Eldvarnarmiðstöð sem er lægstbjóðandi.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Borgþór Freysteinsson
10. 202411087 - Gjaldskrá Slökkviliðs Hornafjarðar 2025
Gjaldskrá Slökkviliðs Hornafjarðar var samþykkt 09.04.2014. Í nýrri útgáfu eru breytingar á upphæðum í samræmi við þróun vísitölu.

Bæjarráð samþykkir hækkun gjaldskrár í samræmi við þróun vísitölu. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Borgþór Freysteinsson
11. 202502024 - Tillaga um sameiningu Áhaldahúss og Hafnarinnar
Tillaga um tímabundna sameiningu Áhaldahúss og Hafnarinnar til eins árs lögð fram.


Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna og vísar málinu til umræðu Hafnarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
12. 202502026 - Tímabundin ráðning fjármálastjóra
Tillaga um tímabundna ráðningu Valdísar Óskar Sigurðardóttur sem fjármálastjóra sveitarfélagsins lögð fram í minnisblaði bæjarstjóra.

Bæjarráð samþykkir tímabundna ráðningu fjármálastjóra til eins árs og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
13. 202202048 - Úrskurður - Kæra vegna gatnagerðagjalda Hagaleiru 11
Innviðaráðuneytið hefur úrskurðað um kröfu um niðurfellingu gatnagerðargjalda á Hagaleiru. Í úrskurðinum kemur fram að niðurstaða fyrri úrskurðar ráðuneytisins hafi verið röng en hins vegar séu ekki skilyrði til að snúa þeirri ákvörðun þar sem hún hafi verið ívilnandi fyrir lóðarhafa og því er ákvörðun SvH enn á ný talin ólögmæt á þeirri forsendu að ráðuneytið telur sér ekki heimilt að víkja frá fyrri niðurstöðu sinni.

Í bréfi sem fylgdi með úrskurðinum er óskað eftir að sveitarfélagið upplýsi ráðuneytið um í hvaða farveg málið verður sett fyrir 15. mars n.k.


Bæjarráð fagnar því að Innviðaráðuneytið hafi loksins tekið sjónarmið sveitarfélagsins til efnislegrar umfjöllunar og fallist á að ákvarðanir sveitarfélagsins í málinu hafi byggst á lögmætum sjónarmiðum. Það vekur hinsvegar furðu að ráðuneytið telji sig hafa tekið stjórnvaldsákvörðun sem hafi gefið lóðarhöfum væntingar um niðurfellingu gatnagerðargjalda, enda segir skýrt í 114. gr. sveitarstjórnarlaga að ráðuneytið geti ekki tekið nýja ákvörðun í máli fyrir hönd sveitarfélags.

Meðferð málsins og ákvörðun sveitarfélagsins er metin lögmæt af ráðuneytinu. Þrátt fyrir það telur ráðuneytið sig knúið til að meta ákvörðunina ólögmæta enn og aftur, í samræmi við fyrri niðurstöðu ráðuneytisins sem viðurkennir þó að sú niðurstaða hafi verið byggð á röngum forsendum. Þessi málsmeðferð ráðuneytisins felur í sér umtalsvert fjártjón fyrir sveitarfélagið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna málið áfram í samráði við lögmann.
Úrskurður_-_IRN24060041_-_Kærð_ákvörðun_Hornafjarðar_og_gatnagerðargjöld.pdf
14. 202405059 - Vegur á milli Nesja og Hafnar - Hringtorg
Þann 7. febrúar sl. barst niðurstaða Skipulagsstofnunar vegna beiðni Vegagerðarinnar um endurupptöku á matsskylduákvörðun stofnunarinnar um framkvæmd við hringtorg á þjóðvegi eitt þar sem hann tengir Nes og þéttbýlið á Höfn. Þar er fyrri niðurstaða Skipulagsstofnunar staðfest og endurupptöku hafnað. .

Bæjarráð lýsir miklum vonbrigðum með niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Hér er um að ræða mikið hagsmunamál sem varðar almannahagsmuni og umferðaröryggi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við Vegagerðina og skoða hvort það séu mögulega einhverjir aðrir kostir í stöðunni fyrir sveitarfélagið.
Samþykkt samhljóða.

Hringvegur um Hornafjörð - Endurupptökubeiðini.pdf
15. 202401050 - Gjaldskrá vegna útleigu á húsnæði og munum í eigu sveitarfélagsins
Gjaldskrá um húsnæði og muni í eigu sveitarfélagsins er bundin neysluvísitölu og uppreiknast 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingu á vísitölu. Uppreiknuð gjaldskrá lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
Gjaldskrá um húsnæði og búnað í sveitarfélaginu 2025.pdf
16. 202502013 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Fundargerðir 960., 961. og 962. fundar stjórnar Sambandsins frá 13. desember 2024, 17. og 22. janúar 2025 lagðar fram.

Lagt fram til kynningar
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 962.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 961.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 960.pdf
17. 202501087 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
Sviðsstjóri velferðarsviðs óskar eftir viðbótarfjármagni vegna fjárhagsaðstoðar. Lagður er fram viðauki númer 2 við fjárhagsáætlun 2025.

Bæjarráð samþykkir viðbótarfjármagn að upphæð 3.062.000 kr. vegna fjárhagsaðstoðar. Viðauka er mætt með handbæru fé að fjárhæð 3.1000.000 kr. Handbært fé lækkar úr 99.542.000 kr. í 96.480.000 kr. Viðauka 2 er vísað til samþykktar bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Áætlun 2025 með viðaukum - Viðauki 2 (3,1 m.kr. fjárhagsaðstoð).pdf
Áhrif viðauka 2 á fjárhagsáætlun 2025.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 

Til baka Prenta