Haldinn Miðgarður, 12.02.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Goran Basrak aðalmaður, Nejra Mesetovic formaður, Matsupha Brynjulfsson aðalmaður, Ann Marie-Louise S Johansson aðalmaður, Nikolina Tintor 1. varamaður, Anna Birna Elvarsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Anna Birna Elvarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála
Dagskrá:
Almenn mál
1. 202412096 - Styrkur frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu vegna flóttamannamála
Sótt var um styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti til þess að þýða efni frá Landnemanum yfir á tungumálið pashto. Styrkurinn fékkst og hafist verður handa á verkefninu nú í janúar.
Fjölmenningarráð fagnar þessu og vonar að efnið nýtist vel.
2. 202408045 - Styrkur SASS til fjölmenningarráðs
Fjallað var enn frekar um viðburð á vegum fjölmenningarráðs sem kemur til með að verða að veruleika nú snemma í vor.
Fjölmenningarráð er virkilega spennt fyrir viðburðunum og vonast til að sjá sem flest! Starfsmanni ráðsins er falið að vinna frekar í verkefninu.
3. 202402124 - Fjölmenningarráð 2024
Fjölmenningarráð ræddi niðurstöðu bæjarráðs um bón þeirra um að sækja vettvangsferðir árlega.
Fjölmenningarráð virðir niðurstöðu bæjarráðs varðandi fjölda vettvangsferða. Ráðið felur starfsmanni ráðsins að búa til kostnaðaráætlun og taka málið lengra.
4. 202404057 - Bara tala - smáforrit
Farið var yfir notkun starfsfólks sveitarfélagsins á íslenskukennslu smáforritinu "Bara tala".
Fjölmenningarráð er virkilega ánægt með notkun starfsfólks í smáforritinu, sérstaklega í ljósi þeirra jákvæðu breytinga sem forritið virðist hafa á vinnustaði. Þá hvetur ráðið yfirmenn þeirra vinnustaða sem nota forritið að hvetja starfsmenn til að halda notkun þess áfram. Ráðið felur starfsmanni að skoða framhald varðandi áskrift að forritinu.
5. 202502047 - Fræðslumyndband fjölmenningarráðs
Upp kom hugmynd um að útbúa einhvers konar fræðslumyndband um fjölmenningu í Sveitarfélaginu og voru hugmyndir og verkáætlun varðandi verkefnið rætt.
Fjölmenningarráð er spennt fyrir þessari hugmynd og hlakkar til að vinna hana frekar. Starfsmanni ráðs falið að vinna frekar í verkefninu og skoða mögulegan kostnað.