|
Fundinn sátu: Skúli Ingólfsson formaður, Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður, Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður, Ögmundur Jón Guðnason varamaður, Sindri Sigurjón Einarsson Fulltrúi ungmennaráðs, Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Vignir Júlíusson forstöðumaður Hornafjarðarhafnar. |
|
Fundargerð ritaði: Sigurjón Andrésson, hafnarstjóri / bæjarstjóri |
|
|
|
1. 202406082 - Dýpkun á Grynnslum 2025 |
Dýpkun á Grynnslum gekk afar vel í byrjun árs þó að tíðarfarið hafi verið krefjandi. Öflugt dýpkunarskip, M/W Tristao Da Cunha vann að dýpkun frá því í byrjun janúar.
230 þúsund rúmmetrum af efni dælt af Grynnslunum þrátt fyrir mjög krefjandi aðstæður verðurfarslega. Skipið fór frá Hornafirði í lok febrúar. Skv. síðustu mælingu, sem er meðfylgjandi fundargerðinni, leit innsigling/skurðurinn á Grynnslunum mjög vel út eftir vinnu skipsins.
|
Hafnarstjórn lýsir mikilli ánægju með vinnu og afköst skipsins. Augljóst er að miklu skiptir að vera með jafn öflugt skip við dýpkun og raun ber vitni.
Vegagerðin, með dönsku straumfræði stofnuninni DHI, vinnur að skýrslu um hvernig til tókst í vetur og áhugavert verður að sjá niðurstöður skýrslunnar.
Nú þarf að tryggja áframhald verkefnisins en hafnarstjórn vill fá skipið aftur síðsumars. Færi svo mætti ná allt að einni milljón rúmmetum af efni sem gæti verið mikilvægt innlegg í þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á Grynnslunum síðustu ár og framtíðaráætlanir um uppbyggingu leiðigarða. |
Grynnsli_20250311.pdf |
|
|
|
2. 202502059 - Umsókn um lóð fyrir hleðslustöð - ON (Orka Náttúrunnar) |
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við staðsetningu lóðar undir hleðslustöðvar á þessu svæði og er verkefnið hvatning til þess að nota tækifærið og gera svæðið snyrtilegra en það er í dag.
Samþykkt samhljóða. |
Hornafjordur_ON_nytt.pdf |
|
|
|
3. 202503068 - Takmörkun umferðar við Höfnina |
Föstudaginn 14. mars sl. var fundur að frumkvæði Vinnueftirlitsins haldin um öryggismál á hafnarsvæðinu en mikil umferð er um svæðið við veitingastaðina seinnipart dags og á kvöldin.
Fundinn sátu Slökkviliðsstjóri, fulltrúar Skinney-Þinganess hf., FMS og Hornafjarðarhafnar.
Ljóst er að mikil umferð ferðafólks á svæðinu býður hættunni heim. Hafnarstjórn hefur áhyggjur af svæðinu og mikilli umferð um það.
|
Hafnarstjórn óskar eftir því að umhverfis- og skipulagssviðs skoði málið án tafar með það að markmiði að tryggja betur öryggi á svæðinu og skila tillögum til hafnarstjórnar fyrir næsta fund. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 |