|
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi |
|
|
|
1. 202410107 - Ósk um endurbætur á og við Mánagarð. |
Umhverfis- og skipulagsstjóri óskar eftir samráð vegna útfærslu á leikvsvæði við Mánagarð.
|
Íbúaráð lýsir yfir ánægju með hugmyndir að bættu leiksvæði við Mánagarð og óskar eftir að fá að taka virkann þátt í ferlinu. Íbúaráð vil ítreka bætta lýsingu á bílaplaninu og einnig að skemmdir í plani verði lagfærðar. Íbúaráð vill einnig hvetja notendur Mánagarðs að koma ábendingum um það sem ábótavant er til umsjónarmanns eða til íbúaráðs sem getur komið skilaboðunum áleiðis. |
|
|
Gestir |
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri |
Sigurjón Andrésson- Bæjarstjóri |
Sigurjón Andrésson- Bæjarstjóri |
|
|
2. 202411002 - Málefni búfjár í sveitarfélaginu |
Umhverfis- og skipulagsstjóri og verkefnastjóri á umhverfissviði ræða um endurskoðun búfjárssamþyktar og fjallskilasamþykktar sveitarfélagsins.
|
Góðar umræður áttu sér stað um búfjár málefni sveitarfélagsins. Íbúaráð lýsir yfir ánægju með að endurskoða eigi búfjársamþykkt og fjallskilasamþykkt sveitarfélagsins og ítrekar mikilvægi þess að virkt samtal við bændur og landeigendur haldi áfram að eiga sér stað og að nýjar samþykktir taki mið að aðstæðum í sveitarfélaginu. Íbúaráð ætlar að leggjast yfir núverandi samþykktir og leggja fram tillögur til umhverfissviðs. |
|
|
Gestir |
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri |
Guðrún Agða Aðalheiðardóttir- Verkefnastjóri umhverfis- og skipulagsmála |
|
|
3. 202405059 - Vegur á milli Nesja og Hafnar - Hringtorg |
Bæjarstjóri fer yfir stöðu mála ásamt umhverfis- og skipulagsstjóra.
|
Íbúaráð Lóns og Nesja lýsir miklum vonbrigðum og áhyggjum af niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin um hringtorg þurfi að fara í umhverfismat. Af gögnum að dæma snýst málið um afar lítið svæði þar sem sjaldgæf vistgerð, Gulstarafitjavist, vex á. Um sé að ræða svæði sem nemur nokkrum fermetrum og þeirri staðreynd að Náttúrufræðistofnun hafi í endurupptökubeiðni Vegagerðarinnar staðfest að útbreiðsla vistgerðarinnar er mjög vanmetin á landsvísu og hefur ekki verið metin að neinu marki þar sem ekki er hægt að leggja mat á útbreiðslu hennar með fjarkönnun (loft- og gervihnattarmyndum).
Íbúaráð harmar að ekki sé gert ráð fyrir gangandi og hjólandi á milli þéttbýliskjarnanna í Nesjum á Höfn en vandséð er hvernig má ná niður umferðarhraða á vegi þar sem er 90 km. hraði miðað við tvö T-gatnamót. Það eru vonbrigði að Skipulagsstofnun skuli ákvarða að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum. Ekki síst í ljósi þess að um er ræða mál sem varðar almannahagsmuni og umferðaröryggi.
Íbúaráð skorar á bæjaryfirvöld og Vegagerðina að skoða málið til hlítar, tvö T-gatnamót á veginn milli Nesja og Hafnar er í okkar huga ekki í boði, miðað við umferðarþunga eins og hann er í dag. Umferð um veginn hefur vaxið gríðarlega síðustu ár og fyrirséð er að hún mun enn aukast á næstu árum í tengslum við mjög mikla uppbyggingu sem fyrirhuguð er á svæðinu á næstu árum.
Íbúaráð leggur áherslu á að á gatnamótin komi hringtorg, og telur að verkinu sé ekki lokið fyrr. |
|
|
Gestir |
Sigurjón Andrésson- Bæjarstjóri |
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri |
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 |