|
Fundinn sátu: Stefán Birgir Bjarnason , Berglind Stefánsdóttir , Smári Óliver Guðjónsson , Dagmar Lilja Óskarsdóttir formaður, Selma Ýr Ívarsdóttir , Adam Bjarni Jónsson , Sindri Sigurjón Einarsson , Sigurður Gunnlaugsson , Emilía Alís Karlsdóttir , Isold Andrea Andrésdóttir , Emil Örn Moravek Jóhannsson . |
|
Fundargerð ritaði: Emil Morávek, verkefnistjóri á fræðslu- og frístundasviði |
|
|
|
1. 202303011 - Ungmennaráð - Fræðslu- og frístundanefnd |
Árlega býður ungmennaráð fræðslu- og frístundanefnd til samtals um þau verkefni sem ungmennaráðið vill sjá fara af stað. Fulltrúar ungmennaráðs mun vinna að undirbúningi í samráði við starfsmann. Í framhaldi verður undirbúinn fundur með bæjaráði Hornafjarðar.
|
Samantekt af samtali fræðslu- og frístundarnefndar og ungmennaráðs. Í samtalinu var farið yfir starfsemi ungmennaráðs og hvaða aðkomu þess að ýmsum málum innan sveitarfélagsins. Var þar minnst á opnunartíma sundlaugarinnar aðkomu ungmennaráðs að innleiðingu á Barnvænu sveitarfélagi, fræðsludag ungmennaráðs, verkefnið Ungt fólk og lýðræði, skuggakosningar og fleira. Fram kom ánægja ungmennaráðs með nýja leikvelli við Miðtún og Hagatún auk fyrirhugaðs leikvallar á Leirusvæðinu en um leið áréttaði það óskir um fjölbreyttara tækjaval á leikvöllum sem ýta undir sköpunargáfu og fjölbreyttan leik og að endurnýjun þeirra gengi hraðar fyrir sig. Einnig benti ungmennaráð á slaka umhirðu á nokkrum leikvöllum og sérstaklega bent á nokkur körfuboltaleiksvæði þar sem vatn stendur upp á malbikinu og drullu safnast saman á þeim. Kynntar voru hugmyndir ungmennaráðs um skipulag í Hrossabitahaganum og nágrenni svo svæðið nýttist betur. Einnig var ungmennaráð með nýjar útfærslur á Nýheimum og hvernig mætti nýta þá betur og efla sem samfélagshús. Ungmennaráð þakkaði fræðslu- og frístundarnefnd fyrir komuna og góðar umræður og var ákveðið að fræðslu- og frístundarnefnd tæki erindið ungmennaráðs fyrir á næsta fundi nefndarinnar og vísa því til fleiri fastanefnda. Að lokum var starfsmanni falið að boða bæjarráð á næsta fund ungmennaráðs sem haldinn verður 10. mars í ráðhúsinu. |
Ungmennaráð- kynning 2025.2.pdf |
|
|
Gestir |
Þórgunnur Torfadóttir - Sviðstjóri á Fræðslu og frístundarsviði, Gunnhildur Imsland, Þóra Björg Gísladóttir, Steindór Sigurjónsson, Kristján Örn Ebenezarson |
|
|
2. 202501106 - Þrykkjuráð |
Þrykkjuráð sendi inn erindi með ósk um samtal við ungmennaráð sem tekur því fagnandi.
|
Þrykkjuráð óskaði eftir aðstoð frá ungmennaráði við að skipuleggja viðburði með það að markmiði að ná til breiðari aldurshóps. Þar á meðal er mögulegt samstarf við Nemendafélag FAS. Ungmennaráð tók vel í samstarfið og mun senda tvo fulltrúa á næsta fund Þrykkjuráðs til frekari skipulagsvinnu.
Þá vill Þrykkjuráðið einnig ræða möguleika á að halda áfram vinnu við að færa Þrykkjuna til samstarfs austurs. Starfsmaður mun hefjast handa við þá vinnu eftir að söngvakeppninni lýkur.
|
|
|
Gestir |
Erlendur Rafnkell Svansson, forstöðumaður Þrykkjunnar, ásamt fulltrúm Þrykkjuráðs, Áskell Vigfússon, Íris Ösp Gunnarsdóttir, |
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 |