Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 98

Haldinn í ráðhúsi,
10.02.2025 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Stefán Birgir Bjarnason ,
Berglind Stefánsdóttir ,
Smári Óliver Guðjónsson ,
Dagmar Lilja Óskarsdóttir formaður,
Selma Ýr Ívarsdóttir ,
Adam Bjarni Jónsson ,
Sindri Sigurjón Einarsson ,
Sigurður Gunnlaugsson ,
Emilía Alís Karlsdóttir ,
Isold Andrea Andrésdóttir ,
Emil Örn Moravek Jóhannsson .
Fundargerð ritaði: Emil Morávek, verkefnistjóri á fræðslu- og frístundasviði


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202303011 - Ungmennaráð - Fræðslu- og frístundanefnd
Árlega býður ungmennaráð fræðslu- og frístundanefnd til samtals um þau verkefni sem ungmennaráðið vill sjá fara af stað. Fulltrúar ungmennaráðs mun vinna að undirbúningi í samráði við starfsmann. Í framhaldi verður undirbúinn fundur með bæjaráði Hornafjarðar.

Samantekt af samtali fræðslu- og frístundarnefndar og ungmennaráðs. Í samtalinu var farið yfir starfsemi ungmennaráðs og hvaða aðkomu þess að ýmsum málum innan sveitarfélagsins. Var þar minnst á opnunartíma sundlaugarinnar aðkomu ungmennaráðs að innleiðingu á Barnvænu sveitarfélagi, fræðsludag ungmennaráðs, verkefnið Ungt fólk og lýðræði, skuggakosningar og fleira. Fram kom ánægja ungmennaráðs með nýja leikvelli við Miðtún og Hagatún auk fyrirhugaðs leikvallar á Leirusvæðinu en um leið áréttaði það óskir um fjölbreyttara tækjaval á leikvöllum sem ýta undir sköpunargáfu og fjölbreyttan leik og að endurnýjun þeirra gengi hraðar fyrir sig. Einnig benti ungmennaráð á slaka umhirðu á nokkrum leikvöllum og sérstaklega bent á nokkur körfuboltaleiksvæði þar sem vatn stendur upp á malbikinu og drullu safnast saman á þeim. Kynntar voru hugmyndir ungmennaráðs um skipulag í Hrossabitahaganum og nágrenni svo svæðið nýttist betur. Einnig var ungmennaráð með nýjar útfærslur á Nýheimum og hvernig mætti nýta þá betur og efla sem samfélagshús. Ungmennaráð þakkaði fræðslu- og frístundarnefnd fyrir komuna og góðar umræður og var ákveðið að fræðslu- og frístundarnefnd tæki erindið ungmennaráðs fyrir á næsta fundi nefndarinnar og vísa því til fleiri fastanefnda. Að lokum var starfsmanni falið að boða bæjarráð á næsta fund ungmennaráðs sem haldinn verður 10. mars í ráðhúsinu.
Ungmennaráð- kynning 2025.2.pdf
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir - Sviðstjóri á Fræðslu og frístundarsviði, Gunnhildur Imsland, Þóra Björg Gísladóttir, Steindór Sigurjónsson, Kristján Örn Ebenezarson
2. 202501106 - Þrykkjuráð
Þrykkjuráð sendi inn erindi með ósk um samtal við ungmennaráð sem tekur því fagnandi.

Þrykkjuráð óskaði eftir aðstoð frá ungmennaráði við að skipuleggja viðburði með það að markmiði að ná til breiðari aldurshóps. Þar á meðal er mögulegt samstarf við Nemendafélag FAS.
Ungmennaráð tók vel í samstarfið og mun senda tvo fulltrúa á næsta fund Þrykkjuráðs til frekari skipulagsvinnu.

Þá vill Þrykkjuráðið einnig ræða möguleika á að halda áfram vinnu við að færa Þrykkjuna til samstarfs austurs. Starfsmaður mun hefjast handa við þá vinnu eftir að söngvakeppninni lýkur.
 
Gestir
Erlendur Rafnkell Svansson, forstöðumaður Þrykkjunnar, ásamt fulltrúm Þrykkjuráðs, Áskell Vigfússon, Íris Ösp Gunnarsdóttir,
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta