Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og frístundanefnd - 120

Haldinn í ráðhúsi,
11.12.2024 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Róslín Alma Valdemarsdóttir formaður,
Þóra Björg Gísladóttir varaformaður,
Steindór Sigurjónsson aðalmaður,
Kristján Örn Ebenezarson aðalmaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Þórgunnur Torfadóttir .
Fundargerð ritaði: Þórgunnur Torfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2411021F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 96
Fundargerð ungmennaráðs lögð fyrir og samþykkt.
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
Almenn mál
2. 202312025 - Aðgerðaráætlun 2023 Barnvænt sveitarfélag
Nú er unnið að lokaskýrslu sveitarfélagsins vegna verkefnisins Barnvænt sveitarfélag. Vinnan er langt komin og stefnt að því að skila skýrslunni endanlega í byrjun næsta árs. Myndband sem sýnt var á fundinum er hluti ungmennaráðs í lokaskýrslunni. Það er nú fullhannað og byrjað að sýna það í stofnunum sveitarfélagsins.


Nefndarfólk var mjög ánægt með myndbandið og hvetur til þess að það verði notað sem víðast. Nefndarfólk hefur líka fullan skilning á því að ungmennaráði finnist stundum langur viðbragðstími við þeim málefnum sem þau eru beðin að veita umsögn um. Fulltrúum í nefninni finnst það líka. Á næstu vikum verður lokaskýrslu um fyrstu aðgerðaráætlun skilað til UNICEF og í framhaldi af því er gert ráð fyrir því að sveitarfélagið fái viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag.
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
3. 202412020 - Skólapúlsinn - 2.-5.bekkur 2024
Niðurstöður kannana Skólapúlsins í 2. - 5. bekk

Almennt eru niðurstöður könnunarinnar mjög góðar og óskar fræðslu- og frístundanefnd skólanum til hamingju með þær.
Kosturinn við Skólapúlsinn umfram t.d. Íslensku æskulýðsrannsóknina er að niðurstöður úr Skólapúlsins koma fljótt og hægt að bregaðst hratt við þeim vanda sem kemur fram.
2.-5. bekkur nidurstodur 2024.pdf
 
Gestir
Þórdís Þórsdóttir skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar
4. 202304030 - Framtíðarskipan skólahúsnæðis á Höfn
Á fundi fræðslu- og frístundanefndar 17. maí 2023 lagði nefndin áherslu á að horft verði til framtíðaruppbyggingar skólahúsnæðis Grunnskóla Hornafjarðar samhliða vinnu við framtíðarskipulag íþróttamannvirkja. Síðasta umræða um þarfagreiningu átti sér stað á árunum 2019-2021. Síðan þá hefur verið bent á að húsæði Kátakots og matsalurinn séu í óásættanlegu ástandi.

Á þessum fundi voru lögð fram eldri gögn varðandi málið og nýtt minnisblað frá fræðslu og frístundasviði. Óskað eftir því að fundarmenn komi með tillögur að því hvernig áframhaldandi vinnu varðandi skólann verði hagað. Hvað á að leggja áherslu á og hvenær?




Fræðslu- og frístundanefnd telur mikilvægt að leggja fram áætlun um það hvernig æskilegt sé að byggja upp húsnæði grunnskólans á næstu árum. Mikilvægt sé að horfa á þau tækifæri sem geti skapast við byggingu nýs íþróttahúss en einnig þurfi að gera heildaráætlun til lengri tíma.
Þórdís Þórsdóttir skólastjóri fór yfir ástandið á húsnæði grunnskólans og þá sérstaklega Hafnarskóla. Ástandið í matsalnum og Kátakoti er ekki gott og fólk upplifir að það sé endalaust verið að slökkva elda. Hún telur mikilvægt að horfa til þessa hvort hægt sé að bæta þessa tvo þætti í tengslum við byggingu nýs íþróttahúss.
Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir því að fá starfsmenn af mannvirkjasviði á næsta fundi nefndarinnar til skrafs og ráðagerða um málið og fá aðstoð frá þeim til að móta næstu skref.
5. 202402127 - Íþróttahús - hönnun
Nýjustu fundargerðir og bréf lögð fyrir fundinn.

Eyrún sagði frá því að þær kostnaðaráætlanir sem fram hafa komið séu á þeim skala að sveitarfélagið ræður ekki við þær. Starfsmenn sveitarfélagsins eru nú með málið hjá sér og skoða hvernig hægt er að framkvæma hlutina á ódýrari hátt. Horft er til framkvæmda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirhuguð er bygging íþróttahúss á mjög hagstæðan hátt. Rætt um að það væri mikilvægt að skoða þarfir grunnskólans í tengslum við uppbyggingu íþróttamannvirkja sbr. mál nr. 4.
 
Gestir
Eyrún Fríða Árnadóttir formaður stýrihóps um byggingu íþróttahúss
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta