Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1169

Haldinn í ráðhúsi,
01.04.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2503018F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 273
Fundargerð hafnarstjórnar númer 273 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
2. 2503019F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 74
Fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar númer 74 lögð fram.

Lagt fram til kynningar
 
Gestir
Kristín Vala Þrastardóttir - Forstöðumaður menningarmiðstöðvar
Almenn mál
4. 202503067 - Staða flugs til Hornafjarðar
Vegagerðin hefur ákveðið að taka tilboði Norlandair um flug til Hornafjarðar frá og með 1. maí til 31. ágúst 2025. Flogið verður með óbreyttu sniði frá því sem nú er til 1. september n.k., þ.e. að flognar verða 10 flugferðir á viku og verða notaðar 9 sæta vélar til flugsins.

Flug til Hornafjarðar hefur svo verið boðið út frá og með 1. september 2025 og er það útboðsferli í gangi.



Bæjarráð Hornafjarðar ítrekar mikilvægi þess að tryggður verði nægur sætafjöldi og tíðar ferðir til Reykjavíkur. Um er að ræða afar mikilvægan samgöngumáta og tryggja þarf fyrirsjáanleika til lengri tíma.

Vakin er athygli á að Norlandair starfar í afgreiðslu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli en ekki í afgreiðslu Ernis/Mýflugs.

Samþykkt samhljóða.
5. 202502110 - Kjarasamningur við Kennarasamband íslands
Minnisblað bæjarstjóra vegna áhrifa kjarsamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands lagt fram.

Vegna ný samþykktra kjarasamninga Kennarasambands íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga mun viðbótar launakostnaður sveitarfélagsins á árinu 2025 aukast um 81,6 milljónir króna. Auknar útsvarstekjur vegna hækkunarinnar eru áætlaðar 12,2 milljónir og því eru nettó áhrif á rekstur sveitarfélagsins 2025 69,4 milljónir króna. Viðbótarkostnaði verður mætt með viðauka númer 3.

Samþykkt samhljóða.
6. 202501087 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2025, vegna aukins launakostnaðar í fræðslumálum að fjárhæð 81,6 millj. kr. Vegna hækkunar launa mun viðaukinn jafnframt hafa áhrif til hækkunar á útsvarstekjur að fjárhæð 12,2, millj. kr. Rekstraráhrif vegna aukningar nema því 69.400.000 kr.



Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka númer 3. Viðauka er mætt með handbæru fé að fjárhæð 69.400.000 kr. Handbært fé lækkar úr 99.480.000 kr. í 30.089.000 kr.. Viðauka 3 er vísað til samþykktar bæjarstjórnar.
7. 202503095 - Hækkun veiðigjalda 2025
Tillögur ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalds voru kynntar þriðjudaginn 25. mars.

Hækkun veiðigjalds mun óhjákvæmilega hafa áhrif á fjárhag sjávarútvegssveitarfélaga eins og Hornafjarðar.

Í Hornafirði hefur fjárfesting í veiðum, vinnslu, búnaði, fólki og aukinni sjálfbærni í sjávarútvegi verið mikil síðustu ár. Möguleg neikvæð rekstraráhrif myndu hafa áhrif á störf og tekjur sveitarfélagsins og þannig afleiðingar fyrir samfélagið allt.

Bæjarráð minnir á 129. gr. sveitarstjórnarlaga en þar segir að þegar ákvarðanir af hálfu stjórnvalda muni hafa fjárhagsleg áhrif á sveitarfélögin skuli fara fram sérstakt mat á áhrifum lagabreytinganna á fjárhag sveitarfélaga. Slíkt mat hefur ekki farið fram um þessa lagabreytingu.

Bæjarráð kallar eftir mati stjórnvalda á fjárhagsleg áhrif á rekstur sveitarfélaga. Einnig bendir
bæjarráð á að 10 dagar sé ekki nægur tími til að vinna greiningar á mögulegum áhrifum lagabreytinganna svo hægt sé að leggja fram rökstuddar umsagnir.

Bæjarráð Hornafjarðar skorar á ríkisstjórnina að lengja umsagnarfest um málið og hefja í kjölfarið samtal og samráð við sveitarfélögin um þetta mikla hagsmunamál.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins á framfæri til ríkisstjórnarinnar og leggja inn umsögn í samráðsgátt fyrir hönd Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Samþykkt samhljóða.
8. 202412009 - Svínafellsheiði - útgáfa hættumats
Kynning á hættumati vegna mögulegt berghlaups úr Svínafellsheiði fór fram í Hóteli Skaftafelli sl. fimmtudagskvöld. Á fundunum fluttu erindi Magni Hreinn Jónsson fagstjóri ofanflóða hjá Veðurstofu Íslands, Björn Ingi Jónsson sviðsstjóri almannavarnasviðs hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi og Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Góð mæting var á fundinn þar sem íbúar, rekstraraðilar, fulltrúar bæjarstjórnar og þingmenn tóku þátt í umræðum. Síðustu ár hefur ekki mátt byggja á svæðinu vegna óvissu um sprungu sem fannst í Svínafellsheiði fyrir allnokkrum árum. Mikil og uppsöfnuð þörf fyrir húsnæði er á svæðinu enda hefur ferðaþjónustan vaxið mjög á síðustu árum og starfsfólki fjölgað í takti við það. Skýrslan mun fara í kynningu fljótlega og í kjölfarið þarf sveitarfélagið að taka ákvörðun um hvernig skipulagsmálum á svæðinu verður háttað í framtíðinni.


Bæjarráð óskar eftir sameiginlegum fundi íbúaráðs Öræfa, umhverfis- og skipulagsnefndar og bæjarstjórnar um málið. Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúa falið að boða til fundarins.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
3. 202402127 - Íþróttahús - hönnun
Fundargerð 32. fundar stýrihóps um byggingu nýs íþróttahúss lögð fram.

Fulltrúi B-lista Ásgerður Kristín Gylfadóttir óskar eftir því að kynning mannvirkjasviðs sem notuð var á kynningarfundum verði gerð aðgengileg í málinu.

Lagt fram til kynningar.
32.fundur í stýrihóp.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til baka Prenta