Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 97

Haldinn í ráðhúsi,
13.01.2025 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Stefán Birgir Bjarnason ,
Smári Óliver Guðjónsson ,
Dagmar Lilja Óskarsdóttir ,
Selma Ýr Ívarsdóttir ,
Adam Bjarni Jónsson ,
Sindri Sigurjón Einarsson ,
Sigurður Gunnlaugsson ,
Emilía Alís Karlsdóttir ,
Isold Andrea Andrésdóttir ,
Emil Örn Moravek Jóhannsson .
Fundargerð ritaði: Emil Morávek, verkefnistjóri á fræðslu- og frístundasviði


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202402127 - Íþróttahús - hönnun
Á bæjaráðsfundi 17. desember síðastliðinn var lögð fram 25. fundargerð stýrihóps um nýtt íþróttahús þar sem fram kom að meirihluti stýrihópsins væri fylgjandi því að byggja stakstætt íþróttahús við Víkurbraut og ráðist yrði samhliða í breytingar á núverandi íþróttahúsi svo það verði að fimleikahúsi. Eyrún Fríða Árnadóttir formaður hópsins og formaður bæjarráðs kynnir ákvörðunina fyrir ungmennaráði.

Ungmennaráð vill ræða hvernig þeirra raddir geti skilað sér inn í þá vinnu sem fram undan er.


Ungmennaráð þakkar Eyrúnu Fríðu Árnadóttur fyrir góða kynningu á ákvörðun stýrihópsins. Ungmennaráð hvetur alla sem koma að uppbyggingu íþróttamannvirkja að tryggja virka þátttöku og samtal allra hagsmunaaðila þar á meðal ungmennaráðs og veita ráðinu raunverulegt tækifæri til að hafa áhrif á hönnun og framtíðarsýn skóla- og íþrótta mannvirkja.
 
Gestir
Eyrún Fríða Árnadóttir
2. 202309095 - Ungmennaráð - Umhverfis og skipulagsmál
Markmið ungmennaráðs árið 2025 er að fá fleiri fundi með áhrifafólki innan stjórnsýslunnar og frá kjörnum fulltrúum. Lítið bólar á mörgum þeirra verkefna sem ungmannaráð hefur verið beðið um að fjalla um síðustu þrjú árin og vill ungmennaráð halda þeim málum á lofti.

Bartek Andresson Kass sviðstjóri mannvirkjasviðs kemur sem fulltrúi umhverfis- og mannvirkjasviðs á fund ungmennaráðs til að kynna störf sin og stöðuna á ákveðnum verkefnum. Má þar nefna verkefni eins og hreystibraut, útiæfingatæki, gangstéttina við Silfurbraut og leikvelli.


Ungmennaráð þakkar Bartek Andresson Kass fyrir fróðlega kynningu á störfum hans og verkefnum hjá umhverfis- og mannvirkjasviði.
 
Gestir
Bartek Andresson Kass
3. 202303011 - Ungmennaráð - Fræðslu- og frístundanefnd
Þann þriðja febrúar er hugmyndin að boða fræðslu- og frístundarnefnd á fund með ungmennaráði og ræða við þau um verkefni sem ungmennaráðið vill sjá komast á hreyfingu. Skipa þarf fulltrúa ungmennaráðs til að skipuleggja þennan fund með starfsmanni. Í framhaldi á að boða bæjarráð á fund þann 10. mars.

Til að tryggja árangursríkt samtal við fræðslu- og frístundarsvið skipar ungmennaráð Dagmar Lilju og Emilíu Alís til að undirbúa fundinn í samráði við verkefnastjóra. Í kjölfarið mun ungmennaráð boða bæjarráð til fundar sem áætlaður er 10. mars.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir - Sviðstjóri á Fræðslu og frístundarsviði
4. 202408106 - Ungmennaráð 2024-2025
Áheyrnarfulltrúar í fastanefndum fara yfir umræður í sínum nefndum.

Ungmennaráð fór yfir helstu málefni sem rædd hafa verið í fastanefndum og þakkar fyrir velvild og stuðning nefndarmanna og starfsmanna. Ráðið er hins vegar hugsi yfir fundum vinnuhópa sem þau eru hvött til að mæta á, en eru oft haldnir á tímum þegar þau eru í skóla eða vinnu. Mikilvægt er að leita leiða til að auðvelda þátttöku ungmennaráðs í þessum fundum.
5. 202312025 - Aðgerðaráætlun 2023 Barnvænt sveitarfélag
Í febrúar eða mars er vonast til þess að Sveitarfélagið geti tekið við viðurkenningu UNICEF um að vera barnvænt sveitarfélag og verður sérstök hátíð í tengslum við útnefninguna. Vonast er eftir að ungmennaráð komi að skipulagi á umræddri hátíð. Skipa þarf þrjá aðila úr ungmennaráði í að vinna að þessu.

Ungmennaráð fagnar því að sveitarfélagið á von á því að fá útnefningu sem Barnvænt sveitarfélag og leggur til að Sindri, Smári og Selma Ýr verði skipuð í undirbúningshóp fyrir formlega útnefningarhátíðina.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta