Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1167

Haldinn í ráðhúsi,
17.03.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir varamaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2503008F - Velferðarnefnd - 40
Fundargerð velferðarnefndar númer 40 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs
Almenn mál
2. 202402127 - Íþróttahús - hönnun
Fundargerð stýrihóps um nýtt íþróttahús númer 31. lögð fram.

Lagt fram til kynningar
31. fundur í stýrihóp.pdf
3. 202401147 - Innkaup á mat - Velferðarsvið
Núverandi samningur við Vigdísarholt um innkaup á mat fyrir starfsemi velferðarsviðs rennur út 1.6.2025. í 5. gr. samningsins er möguleiki á framlengingu til tveggja ára. Taka þarf afstöðu til hvort framlengja skuli samninginn eða leita til aðila um tilboð.

Málið var tekið fyrir á 40. fundi velferðarnefndar sem lagði til að samningurinn yrði framlengdur til tveggja ára skv. 5. gr. hans og vísaði málinu áfram til frekari umræðu í bæjarráði.


Bæjarráð frestar ákvörðun vegna útboðs á skólamat.
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs
4. 202409036 - Reglur um notendasamninga
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála kom með ábendingar um úrbætur á nýjum reglum Sveitarfélagsins Hornafjarðar um notendasamninga sem samþykktar voru á 327. fundi bæjarstjórnar þann 17. október 2024. Ábendingarnar snérust fyrst og fremst að því að orðalag í reglunum félli ekki nógu vel að 28. gr. félagsþjónustulaga nr. 40/1991.

Málið var tekið fyrir á 40. fundi velferðarnefndar sem gerði ekki athugasemd við drög að breytingum á reglunum og vísaði þeim áfram til umfjöllunar í bæjarráði.


Bæjarráð gerir ekki athugasemd við breytingu á reglunum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs
5. 202412045 - Framtíðarsýn um málefni aldraðra 2026-2030
Sviðsstjóri velferðarsviðs leggur fram tillögðu að tímalínu um vinnslu framtíðarsýnar fyrir málefni aldraðra í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir árin 2026-2034 og minnisblað um framkvæmd þess.

Málið var tekið fyrir á 40. fundi velferðarnefndar þar sem lagt var til að Tinna Rut Sigurðardóttir og Íris Heiður Jóhannsdóttir sitja í vinnuhóp fyrir hönd velferðarnefndar. Í hópnum mun einnig sitja Ásgerður Gylfadóttir, formaður öldungaráðs. Fyrir hönd Félags eldri Hornfirðinga sitja Ari Jónsson og Guðbjörg Jónsdóttir og þá mun Kolbrún Rós Björgvinsdóttir hjúkrunarfræðingur sitja fyrir hönd HSU/heimahjúkrun.

Málinu vísað til bæjarráðs til umfjöllunar og samþykktar.


Bæjarráð samþykkir verkáætlun við vinnu að framtíðarsýn málefni aldraðra 2026-2030.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs
6. 202503037 - Sveitarfélagið Hornafjörður fær viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag
Barnvæn sveitarfélög er verkefni sem styður sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi og hefur UNICEF á Íslandi umsjón og eftirlit með verkefninu. Undanfarin 4 ár hefur Sveitarfélagið Hornafjörður unnið að innleiðingu verkefnisins undir dyggri handleiðslu verkefnastjóra sem haldið hafa utan um það, nú síðast Emil Morávek en einnig hefur ungmennaráð átt mikinn þátt í innleiðingu ásamt stýrihóp um innleiðingu. Nú er loksins komið að því að Sveitarfélagið fær viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag. Af því tilefni verður blásið til sérstakrar athafnar í Nýheimum þann 4. apríl með nemendum og starfsmönnum leik-, grunn-, og framhaldsskóla, Tónskólanum og fleiri aðilum.


Bæjarráð fagnar þessum áfanga og vil þakka öllum sem hafa komið að verkefninu með einum eða öðrum þætti fyrir þátttökuna. Bæjarráð hlakkar til föstudagsins 4. apríl þegar viðurkenningin kemur í hús.
7. 202401088 - Fundargerðir Nýheima þekkingarseturs 2024
Fundargerð stjórnar Nýheima þekkingarseturs númer 153 lögð fram.

Lagt fram til kynningar
153. fundur 5.3.2025.pdf
8. 202503033 - Umsögn um útgáfu tækifærisleyfis- Árshátíð sveitarfélagsins
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna árshátíðar Sveitarfélagsins Hornafjarðar í íþróttahúsinu á Höfn.

Bæjarráð veitir samhljóma jákvæða umsögn.
9. 202211033 - Ungmennaráð sameiginlegur fundur með bæjaráði
Á fundi ungmennaráðs þann 10.03.2025 var bæjarráði boðið í umræður við ungmennaráð. Rætt var um mikilvæg málefni tengd sveitarfélaginu, þar á meðal starfsemi félagsmiðstöðvar, samfélagsmiðstöð, hugmyndir um leikvelli og útisvæðið við Hrossabitahaga. Jafnframt var fjallað um Barnvænt sveitarfélag, framhaldsskólann og heimsókn forseta Íslands. Ungmennaráð leggur til að kynning á framangreindum málefnum verði tekin til umræðu í bæjarráði og vísar kynningunni þangað og þakkar þeim kærlega fyrir komuna og samtalið. Ungmennaráð væntir þess að fá svör um málefni sem rædd voru á fundinum á næsta fundi ungmennaráðs, mánudaginn 7. apríl.

Bæjarráð þakkar ungmennaráði fyrir góðan fund og upplýsandi umræður og hlakkar til þess að mæta á næsta fund ungmennaráðs 7. apríl. Starfsmanni ungmennaráðs falið að afla upplýsinga um spurningar sem lagðar voru fram.
10. 202503044 - Þjónustukannanir sveitarfélagsins
Óskað er eftir umræðu í bæjarráði um þjónustukönnun á umhverfis og skipulagssviði og mannvirkjasviði.

Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að kann mögulegar útfærslur.
11. 202405047 - Útboð: Hafnarbraut 27 Ráðhús 1.áfangi
Fundargerð um opnun tilboða í framkvæmdir á ráðhúsi lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð - opnun tilboða (1).pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:55 

Til baka Prenta