|
|
1. 202503054 - Handbók sveitarfélaga um ferðamannastaði |
Hér er lögð fram til kynningar Handbók Sveitarfélaga um ferðamannastaði sem unnin var af Markaðsstofu Suðurlands.
|
Handbok til sveitarfelaga um uppbyggingu ferdamannastada 2025.pdf |
|
|
|
2. 202502097 - Grænt bókhald fyrir urðunarstaðinn í Lóni 2024 |
Umhverfisupplýsingar, áður grænt bókhald, 2024 eru nú tilbúnar til yfirferðar áður en þær eru sendar Umhverfis- og orkustofnun. Reglugerð um grænt bókhald hefur breyst, ekki er lengur þörf á endurskoðun frá KPMG né undirritun frá bæjarstjórn.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við skýrsluna og felur umhverfisfulltrúa að senda hana til Umhverfis- og orkustofnunar. |
|
|
|
3. 202411056 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði 2025-2036 |
Svæðisáætlun var kynnt í sex vikur. Á samráðstímabilinu bárust athugasemdir frá HAUST og Umhverfis- og orkustofnun. Breytingar hafa verið gerðar þar sem það átti við og svör við athugasemdum og ábendingum hafa verið felld inn í áætlunina.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir áætlunina, felur starfsmanni að senda Umhverfis- og orkustofnun upplýsingar um útgáfu og birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins. Málinu vísað til bæjarstjórnar. |
|
|
|
4. 202502006 - Rekstur flokkunarstöðvar- vog |
Minnisblað lagt fram um útfærslur á flokkunarstöð.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagðar tillögur. |
|
|
|
5. 202503086 - Útihirslur í almenningsrýmum |
Lagt fram minnisblað um tunnur fyrir sorp á opnum svæðum.
|
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu. |
|
|
|
6. 202503070 - Strandhreinsun |
Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu fyrirhuga strandhreinsun á Breiðamerkursandi og óska eftir því að sveitarfélagið taki við rusli sem safnast.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur umhverfisfulltrúa að sjá til þess að sveitarfélagið taki við sorpinu í samráði við Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu. |
|
|
|
7. 202503080 - Öryggisskoðun leiksvæða 2025 |
Breytingar hafa orðið á reglugerð um öryggisskoðanir á leiksvæðum. Minnisblað starfsmanna lagt fram.
|
Starfsmanni falið að vinna að gerð samnings um öryggisskoðanir á leiksvæðum og þjálfun starfsmanna. |
|
|
|
8. 202212047 - Umferðaröryggisáætlun - Endurskoðun - 2025 |
Lagt fram minnisblað um endurskoðun umferðaröryggisáætlunar. Óskað var tilboða frá þremur fyrirtækjum.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að vinna áfram að málinu. |
|
|
|
9. 202503104 - Júllatún 21 - ósk um stækkun lóðar |
Sótt er um stækkun lóðar að Júllatúni 21 um 1,5 m til norðurs.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stækkun lóðarinnar um 1,5 m með óverulegri breytingu á deiliskipulagi þar sem tillagan víkur óverulega frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Fallið er frá grenndarkynningu, í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Málinu vísað til bæjarstjórnar. |
|
|
|
10. 202501010 - Hafnarbraut 47 - Stækkun lóðar |
Tekin er fyrir umsókn Einars Bjarna Gunnarssonar um stækkun lóðar Hafnarbraut 47 til norðurs. Lóðin er skráð 900 m2 skv. lóðaleigusamningi frá 2017. Óskað er eftir að lóðin verði um 1.100 m2 í samræmi við eldri uppdrátt. Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið. Erindið var grenndarkynnt og engar umsagnir bárust.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stækkun lóðarinar í samræmi við grenndarkynnt gögn. |
Hafnarbraut 47 og 47a.pdf |
|
|
|
11. 202501089 - Stækkun byggingar, Fiskhóll 11, deiliskipulag |
Imsland ehf óskar eftir að breytt umsókn ásamt rökum fyrir heimildum til uppbyggingar á Fiskhól 11 sé tekin fyrir í Umhverfis- og skipulagsnefnd.
|
Helga Árnadóttir vék af fundi undir þessum lið. Framlögð gögn og rökstuðningur hefur ekki breytt afstöðu nefndarinnar. Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að fyrir liggur heimild til viðbyggingar á húsnæðinu þar sem nýtingarhlutfall er hækkað úr 0,3 í 0,5. Miðað við það telur nefndin að búið sé að fullnýta það byggingarmagn sem heimilt er að byggja á lóðinni. Umsækjanda er bent á að hægt er að óska eftir breytingu á fyrirhuguðum byggingaráformum innan þess nýtingarhlutfalls sem kemur fram í deiliskipulagi með s.br. Áformin verða þá grenndarkynnt.
|
|
|
|
12. 202503007 - Umsókn um byggingarheimild, bílskúrsþak Silfurbraut 19-29 |
Húsfélagið Silfurbraut 19-29 sækir um að byggja risþak ofan á þak sem er steypt plata til að laga leka á bílageymslu.
|
Gunnlaugur Róbertsson vék af fundi undir þessum lið. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin, fyrir húseigendum á Silfurbraut 31 og 32 í samræmi við 44 gr. skipulagslaga. |
Silfurbraut_19-29-sett.pdf |
|
|
|
13. 202503027 - Hvannabraut 5-7 - umsókn um lóð og bílastæðalóð |
Hammer ehf óskar eftir bílastæðalóð milli Hvannbrautar 5-7 ásamt lóðinni Hvannbraut 7. Óskað er eftir breytingum á deiliskipulagi til stækkunar á verslunar- og þjónustusvæði svo það innihaldi bæði bílastæði og lóðina Hvannbraut 7. Sótt er um að byggja hús með 6 útleigueiningum á Hvannbraut 7.
|
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna stækkun lóðarinnar Hvannabraut 5 og að bílastæðin við norðurenda lóðarinnar verði hluti hennar. Nefndin hafnar umsókn um stækkun á verslunar- og þjónustusvæði enda er lóðin Hvannabraut 7 íbúðarsvæði og ekki æskilegt að auka umferð frekar innan svæðisins. |
Umsokn um Hvannabraut 7 Hofn og bifreidastaedi.pdf |
|
|
|
14. 202403090 - Silfurbraut 44-46 - deiliskipulagsbreyting |
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem heimilað er að byggja raðhús á lóðum Silfurbraut 44-46. Tillagan var grenndarkynnt. Ein athugasemd barst.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Starfsmanni falið að svara umsögnum. Málinu vísða til bæjarstjórnar. |
241024 - Silfurbraut - Tillaga B.pdf |
|
|
|
15. 202503081 - Umsókn um framkvæmdarleyfi - Rarik sækir um að leggja nýjan streng í Lóni |
Rarik sækir um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum streng í Lóni. Umsagnir og leyfi hafa borist. Leyfi landeigenda vantar en Rarik ætlar að nálgast undirskriftir íbúa og skila þeim inn. Vegagerðin hefur samþykkt framkvæmdina en bíður eftir merkingaáætlun sem hún þarf að samþykkja.
|
Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag og í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. grein skipulagslaga með fyrirvara um leyfi landeigenda. Málinu vísað til bæjarstjórnar. |
Lón Yfirlit teikningar.pdf |
|
|
|
16. 202503063 - Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna uppbyggingar á vegi og bílastæði í Múlagljúfri |
Kvíá ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir gerð uppbyggingu á 1500m vegakafla og bílastæð við enda vegarins í Múlagljúfri.
|
Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag og í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. grein skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar. |
Mulagljufur_GR.pdf |
|
|
|
17. 202503076 - Efnistaka í Fjarðará - ósk um framkvæmdaleyfi |
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Fjarðará.
|
Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag og í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. grein skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar. |
Greinargerð framkvæmdaraðila.pdf |
2025 03 14 UMSÓKN viðbótar efnistaka Vg.pdf |
|
|
|
18. 202501093 - Umsókn um byggingarheimild - Stafafell, hreinlætishús við tjaldsvæði |
Megin ehf. sækir um leyfi til að endurbyggja salernishús við tjaldstæði Stafafell ásamt lóðarskipulagi sem inniheldur tæmingarplan fyrir húsbíla og rotþró sem sem flokkast undir umfangsflokki 1. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Endurbyggingin var grenndarkynnt og ein umsögn barst frá Olgu Friðjónsdóttur.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Nefndin samþykkir að heimila útgáfu byggingarheimildar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga. |
250124 2501 SALERNISHUS STAFAFELL - Teikningarset.pdf |
|
|
|
19. 202410031 - Hringvegur um Hornafjörð, breyting á tengingum, beiðni um umsögn vegna matskyldu |
Skipulagsstofnun leitar umsagna umsagnaraðila vegna tilkynninga til ákvörðunar um matsskyldu á grundvelli 20. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Um er að ræða breytingu á tengingum - hringtorg á hringvegi um Hornafjörð.
|
Umhverfis og skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfis áhrifum og mótvægisaðgerðum í greinargerð Vegagerðarinnar. Það er mat nefndarinnar að breyting á tengingum á gatnamótum vegarins og vega inn í Nes og inn á Höfn kalli ekki á umhverfismat framkvæmdar enda sé um að ræða umfangslitla breytingu á framkvæmd sem þegar hefur farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og breytingin sé ekki líkleg til að valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi. |
Matsskyldufyrirspurn - Hringtorg F.pdf |
|
|
|
20. 202503051 - Breyting á aðalskipulagi |
Sótt er um heimild til Aðalskipulagsbreytingar varðandi landnýtingu og til deiliskipulags varðandi byggingar á eftirfarandi lóðum í Skaftafelli III og IV.
|
Starfsmanni falið að hafa samband við umsækjendur og fá yfirlit yfir framtíðaráætlanir á svæðinu enda hafa margar óskir um breytingar verið sendar inn á síðustu mánuðum. |
|
|
|
21. 202410087 - Hoffell - Baðstaður við Miðfell
|
Lögð fram afstöðu og skýringarmynd vegna færslu á núverandi baðaðstöðu við kletta upp að núverandi gistihúsum við Miðfellsbæinn. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna framkvæmdina í samræmi við 44. gr. skipulagslaga. |
Afstöðu- og skýringarmyndir_Baðstaður við Miðfell.pdf |
|
|
|
22. 202303123 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar |
Samantekt eftir vinnufund umhverfis- og skipulagsnefndar og bæjarstjórnar.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd fór yfir fundargerðina og svaraði spurningum frá ráðgjafa sveitarfélagsins. |
|
|
|
23. 202401096 - Skriða - Breyting á aðalskipulagi |
Lagt fram minnisblað vegna óska um breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna uppbyggingar ferðaþjónustu í Skriðu.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur áformin umfangsmeiri en innviðir sveitarfélagsins beri. Nefndin telur að skoða eigi valkost með helming þess umfangs sem lagt hefur verið fram. Þar sem umfang starfseminnar er ákveðin á aðalskipulagsstigi og að áhyggjur sveitarfélagsins snúa ekki síst að áhrifum af uppbyggingu á umhverfi og samfélag, er tilefni til að ganga lengra í umhverfismati á áætlunarstigi en gert er í framlagðri tillögu. Umhverfis- og skipulagsstjóra falið að afhenda umsækjanda minnisblað frá Alta. |
|
|
|