Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Íbúaráð - Suðursveit og Mýrar - 7

Haldinn í Holti,
12.02.2025 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Ari Hannesson ,
Bjarni Haukur Bjarnason ,
Erla Rún Guðmundsdóttir ,
Arndís Lára Kolbrúnardóttir .
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202502035 - Viðhaldsáætlun félagsheimila
Umræður um viðhald og endurbætur í Holti og á Hrollaugsstöðum. Bæjarstjóri ræðir viðhaldsáætlun hússanna


Íbúaráð lýsir yfir ánægju með nýjann umsjónarmann í Holti og ítrekar mikilvægi þess að félagsheimilinum sé haldið við og viðhaldsáætlanir séu gerðar til langs tíma.
Íbúaráð hefur sett saman lista af verkefnum sem þeim þykir þurfa að gera með mikilvægi verkefna í huga.

Starfsmaður búaráðs sér til þess að verkefnalistinn skili sér til bæjarstjóra og umsjónarmanns fasteigna.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri
Sigurjón Andrésson- Bæjarstjóri
2. 202412108 - Íþróttavöllur á Hrollaugsstöðum
Bæjarstjóri kynnir hugmyndir um nýjann íþróttavöll á Hrollaugsstöðum.

Íbúaráð fagnar hugmynd um nýjann íþróttavöll og vonar að verkefnið verði framkvæmt.
 
Gestir
Sigurjón Andrésson- Bæjarstjóri
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri
3. 202404052 - Girðingar við Þjóðveg 1
Umræður um girðingar við þjóðveg 1.

Íbúaráð óskar eftir upplýsingum um hvers vegna á ekki að klára að girða út í Hólmsá frá nýja veginum. Einnig óskar íbúaráð eftir að sveitarfélagið skipuleggi íbúafund og boði Vegagerðina til samtals um hvernig sé best fyrir landeigendur að standa að því að girða við þjóðveg 1.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri
Guðrún Agða Aðalheiðardóttir- Verkefnastjóri umhverfis- og skipulagsmála
4. 202411002 - Málefni búfjár í sveitarfélaginu
Umhverfis- og skipulagsstjóri og verkefnastjóri á umhverfissviði ræða um endurskoðun búfjárssamþyktar og fjallskilasamþykktar sveitarfélagsins.

Góðar umræður áttu sér stað um búfjár málefni sveitarfélagsins. Íbúaráð lýsir yfir ánægju með að endurskoða eigi búfjársamþykkt og fjallskilasamþykkt sveitarfélagsins og ítrekar mikilvægi þess að virkt samtal við bændur og landeigendur haldi áfram að eiga sér stað og að nýjar samþykktir taki mið að aðstæðum í sveitarfélaginu.
 
Gestir
Guðrún Agða Aðalheiðardóttir- Verkefnastjóri umhverfis- og skipulagsmála
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri
5. 202310009 - Eldri borgarar í dreifbýli
Minnsiblað frá sviðstjóra Velferðarsviðs um málefni eldri borgara í dreifbýli lagt fram til kynningar og umræðu.

Lagt fram til kynningar.
6. 202502036 - Skrásetning félagsheimila í máli og myndum
Íbúaráð leggur fram hugmynd um að saga félagsheimilanna verði skjalfest í máli og myndum í húsunum.


Saga félagsheimila sveitarfélaganna gæti glætt lífi í húsin og skjalfestir sögu þeirra sem bæði íbúar og gestir gætu haft gaman af. Íbúaráð óskar eftir að Menningarmiðstöð Hornfajarðar taki þessa hugmynd til skoðunnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta