Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 93

Haldinn í ráðhúsi,
05.02.2025 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Þröstur Jóhannsson aðalmaður,
Helga Árnadóttir aðalmaður,
Finnur Smári Torfason 1. varamaður,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri , Xiaoling Yo , Guðrún Agða Aðalheiðardóttir .
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202411056 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði 2025-2036
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði 2025-2036 er tilbúin til yfirferðar hjá Umhverfis- og skipulagsnefnd áður en hún fer í 6 vikna kynningu fyrir almenning.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa áætlunina fyrir almenning. Nefndin óskar sérstaklega eftir ábendingum almennings um aðgerðir til að hækka endurvinnsluhlutfall og minnka magn úrgangs sem fer til urðunar til að mæta markmiðum sveitarfélagsins og lagakröfum. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
2. 202501117 - Kaup á nýrri pressu fyrir flokkunarstöð sveitarfélagsins
Bæjarráð samþykkti kaup á nýrri pressu í móttökustöð á Höfn. Lagt fram til kynningar


3. 202502006 - Rekstur flokkunarstöðvar
Samtal um breytingar og lausnir á söfnunarstöðinni.

Umhverfisfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.
4. 202303123 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Matthildur Kr. Elmarsdóttir frá Alta kom inn á fundinn þar sem hún fór yfir ýmis álitamál svo sem hverfisvernd og skilmála um íbúðir, verslun og þjónustusvæði.



Lagt fram til kynningar og umræðu.
5. 202403090 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra - Silfurbraut
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem heimilað er að byggja raðhús á lóðum Silfurbraut 44-46.




Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir íbúum á Silfurbraut 31-42 í samræmi við 2 mgr. 43. gr. skipulagslaga
Silfurbraut 1-5-2525-020-001.pdf
241128-Silfurbraut-Afstodumynd.pdf
6. 202501089 - Stækkun byggingar, Fiskhóll 11, deiliskipulag
Imsland ehf. óskar eftir afstöðu byggingaryfirvalda vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Fiskhól 11 samkvæmt meðfylgjandi fyrirspurnarteikningum.
Í gildandi deiliskipulagi fyrir Fiskhól 11 er lóðarstærð 2028,9 m².
Núverandi fjöldi íbúða 4. Heimild er fyrir 6 íbúðum og með breytingu 7. Núverandi bílastæði eru 10 en með breytingu verða 13. Byggingarmagn er 596,2 m², en heimild fyrir 1014,45 m² og með breytingu verða það 1210,8 m². Hámarkshæð á húsi eru 11 m og helst það óbreytt. Breyting á byggingarreit er að bæta við bílskúr og sólstofu. Byggingarmagn er 0,31, heimilt 0,50, með breytingu 0,60.



Helga Árnadóttir vék út af fundi í þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að setja upp samanburð á byggingarmagni, hæðum og nýtingarhlutfalli lóða við Fiskhól. Málinu frestað.
13102-10-Fyrirspurnarteikn.pdf
7. 202501021 - Horn - Deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu á Horni. Með deiliskipulagi er settur rammi utan um núverandi byggð og starfsemi ásamt því að heimila uppbyggingu í samræmi við skilmála aðalskipulags til að efla ferðaþjónustu á svæðinu. Skilgreindar eru lóðir utan um verslunar- og þjónustustarfsemi og byggingarreitir skilgreindir fyrir frekari uppbyggingu sem tekur mið af útbreiðslu vistgerða og náttúruverndargildis svæðisins. Áhersla er lögð á að takmarka rask og að mannvirki falli vel inn í landslag og umhverfi jarðarinnar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi, með þeim breytingum sem fram komu á fundinum, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Breyta þarf grein nr. 3.1.5 svo að hún samræmist lögum um mannvirki. Nefndin leggur til að fallið verði frá gerð lýsingar og forkynningar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
111062-GRG-001-V01-Horn.pdf
111062-DSK-001-V01-Horn-ferðaþjónusta.pdf
8. 202501093 - Umsókn um byggingarheimild - Stafafell, hreinlætishús við tjaldsvæði
Megin ehf. sækir um leyfi til að endurbyggja salernishús við tjaldstæði Stafafell ásamt lóðarskipulagi sem inniheldur tæmingarplan fyrir húsbíla og rotþró sem sem flokkast undir umfangsflokki 1. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Nefndin samþykkir að grenndarkynna umsóknina öllum landeigendum, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010.

250124 2501 SALERNISHUS STAFAFELL - Teikningarset.pdf
9. 202411010 - Byggingarleyfisumsókn - Sandeyri 8 - 12 gistihús
Sótt hefur verið um leyfi fyrir framkvæmdum á lóð Óslandsvegur 3, sem skv. 15.gr. reglugerðar 577/2017 mun vera með staðfang "Óslandsvegur 4". Samkvæmt deiliskipulagi skal leggja lóðauppdrátt og byggingaráform fyrir Umhverfis- og skipulagsnefnd til samþykktar fyrir samþykkt byggingarleyfis.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlögð byggingaráform.
Óslandsvegur 3_aðaluppdráttur jan 2025.pdf
10. 202501113 - Ósk um að breyta starfsmannahúsi 010101 í Hellisholti 2 í íbúðarhús.
Local Langoustine ehf. sækir um breytingur á notkun á starfsmannahúsi matshluta 01 í Hellisholti 2 úr starfsmannahúsi í íbúðarhús. Samkvæmt deiliskipulagi er húsið staðsett á reitt B1. Um hann kemur fram að þar er gert ráð fyrir starfsmannaaðstöðu í einu til tveim húsum, samtals allt að 120 fm. Í almenntum upplýsingum deilsikipulags kemur fram að skipulagið tekur til uppbyggingu ferðaþjónustu og íbúðarhús ásamt aðtkomu að svæðinu frá þjóðvegi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdir séu í samræmi við skilmála deiliskipulags fyrir svæðið.
11. 202401096 - Skriða - Breyting á aðalskipulagi
Ávörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmdarinnar hefur verið birt á skipulagsgáttinni mál nr. 1353/2024. Umsagnir bárust frá Sveitarfélaginu Hornafirði, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Islands, Landi og Skóg og HAUST.
Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd
kann að hafa umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um
umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin háð mati á umhverfisáhrifum.


Lagt fram til kynningar.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar - Uppbygging ferðaþjónustu í landi Skriðu í Hornafirði.pdf
12. 202501034 - Umsókn um lóð - Austan Heppuvegar 6
Bjarni Hákonar efh. sækir um lóð austan Heppuvegar 6 til notkunar sem athafnalóð.

Svæðið er ekki laust til úthlutunar skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að heimila umsækjanda afnot af svæðinu með 3 mánaða uppsagnarfresti.
13. 202412121 - Húsnæðisáætlun - Hornafjörður 2025
Húsnæðisáætlun lögð fram til kynningar.

Húsnæðisáætlun 2025 - Dreifbýli.pdf
Húsnæðisáætlun 2025 - Höfn í Hornafirði.pdf
Húsnæðisáætlun 2025 - Sv. Hornafjörður.pdf
14. 202501110 - Viðbygging við Hafnarbraut 41
Páll Róbert Matthíasson Fyrirhugar að byggja bíslag yfir útidyr sem snúa að vessturhluta garðsins. Flatarmál er um 7,5 m2.

Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar viðbyggingu í samræmi við framlögð gögn. Í samræmi við 3. málsgr. 43. gr. skipulagslaga er fallið frá grenndarkynningu enda muni hagsmunir nágranna ekki skerðast hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Skyssa útlit.pdf
Loftmynd H41.pdf
15. 202306046 - Framkvæmd byggingar hjúkrunarheimilis
Vegna frágangs á milli lóða eru lagðar fram tvær tillögur um frágang á stíg milli lóða.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að farið verði að leið B.
honnun 018_A-02.pdf
honnun 018_B-02.pdf
16. 202306094 - Byggingarleyfisumsókn - Sæbraut 5, björgunarmiðstöð
Uppfærðir uppdrættir hafa borist fyrir björgunarmiðstöð sem reist verður við Sæbraut 5. Örlítlar breytingar áttu sér stað og með þeim stækkar grunnflötur hússins um u.þ.b. 17 fm. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Árið 2023 hefur farið fram grenndarkynning vegna áforma félagsins þar sem engar athugasemdir bárust.

Finnur Smári Torfason víkur undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Nefndin samþykkir að falla frá grenndarkynningu nýrra teikninga þar sem breyting varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda, samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Sæbraut_5_aðalteikningar jan 2025.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta