Skipurit Stjórnsýslusviðs

Stjórnsýslusvið

Sækja PDF útgáfu skipurita

Stjórnsýslusvið

Sviðið fer með stjórnsýslu- og gæðamál ásamt mannauðsmálum, upplýsingatæknimálum, nýsköpun, menningar-,atvinnu- og þróunarmálum auk þess sem ábyrgð á málarekstri sveitarfélagsins heyrir þar undir. Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs heyrir beint undir bæjarstjóra.

Undir sviðið heyra meðal annars:

  • Yfirumsjón með daglegum rekstri og stjórnsýslu
  • Yfirumsjón með mannauðs- og gæðamálum
  • Yfirumsjón með lögfræðimálum og málarekstri
  • Yfirumsjón með þróunarmálum og nýsköpun
  • Stuðningur og ráðgjöf til stjórnenda um faglega stjórnsýslu og mannauðsmál
  • Undirbúningur funda bæjarráðs og bæjarstjórnar
  • Yfirumsjón miðlægrar upplýsingagjafar og markaðsmála
  • Umsjón og eftirfylgni samstarfssamninga
  • Yfirumsjón atvinnu-, menningar-, upplýsingatækni- og persónuverndarmála
  • Yfirumsjón með skjalastjórnun
  • Umsjón með íbúaráðum
  • Stjórnun og undirbúningur Alþingis-, forseta- og bæjarstjórnarkosninga
  • Stoðþjónusta við önnur fagsvið og stofnanir