Flokkstjórar við vinnuskóla

Auglýst er eftir flokkstjórum við vinnuskóla Sveitarfélagsins Hornafjarðar sumarið 2025.

Störfin henta öllum kynjum en æskilegur aldur er 20 ára eða eldri.
Leitað er eftir einstaklingum sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir.
Starfslýsing
Flokkstjórar stjórna starfi vinnuskólahópa, kenna nemendum rétt vinnubrögð, vinna með liðsheild og verkvit, eru uppbyggilegir og góðar fyrimyndir.

Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, berast til Emils Morávek tómstundafulltrúa á
netfangið: emilmoravek@hornafjordur.is sem jafnframt veitir frekari upplýsingar.

Umsóknarfrestur er til 10. mars n.k.