Hafnsögumaður við Hornafjarðarhöfn
Umhverfis- og skipulagssvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir eftir hafnsögumanni við Hornafjarðarhöfn.
Hafnsögumenn starfa við hafnsögu skipa og skipstjórn á Birni Lóðs. Auk þess sinna þeir almennum hafnarvarðaverkefnum við höfnina.
Menntun og reynsla
- Skipstjórnarréttindi 2. stig
- Vélstjórnarréttindi 1. stig
- Góð almenn tölvukunnátta
- Löggilding vigtarmanns er kostur
- Þekking á innsiglingunni góður kostur
Hæfni
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Skipulagshæfileikar, og nákvæmni við skráningu gagna
- Jákvæðni, ríkuleg þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Vandvirkni og nákvæmni í öllum störfum
- Góð almenn tölvukunnátta
Leitað er eftir einstaklingum sem eru reglusamir og snyrtilegir. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um starfið. Laun skv. kjarasamningi Launanefndar sambands sveitarfélaga við Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi eða Afl starfsgreinafélag.
Upplýsingar um starfið veitir: Vignir Júlíusson forstöðumaður Hornafjarðahafna í síma 897 1681 og netfang vignirj@hornafjordur.is
Umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2025