Hefur þú áhuga á mannvirkjamálum eða umhverfis- og skipulagsmálum?

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laus til umsóknar tvö störf – verkefnastjóra mannvirkjasviðs og verkefnastjóra umhverfis- og skipulagsmála. 

Leitað er að öflugum aðilum sem verða hluti af kröftugu teymi starfsmanna sveitarfélagsins.

Verkefnastjóri mannvirkjasviðs

Um er að ræða starf við eftirlit með framkvæmdum, yfirferð hönnunargagna, úrvinnslu umsókna um byggingarleyfi og byggingarheimildir, þátttöku í undirbúningi og verkefnastjórnun verklegra framkvæmda, mótun viðhaldsáætlana mannvirkja sveitarfélagsins, skráningu fasteigna og landeigna, samskipti við hönnuði, byggingaraðila, verktaka og íbúa. Ýmis önnur tilfallandi verkefni á sviðinu.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. arkitektúr, byggingatækni- eða verkfræði, verkefnastjórnun eða sambærilegt 
  • Iðnmenntun í húsasmíði er kostur 
  • Reynsla af byggingamálum og verkefnastjórnun 
  • Góð almenn tölvukunnátta 
  • Sjálfstæði, skipulagsfærni, samviskusemi og nákvæmni 
  • Þekking á teikniforritinu Autocad er æskileg 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustulund og lausnamiðuð hugsun 
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu og lagaumhverfi málaflokksins er kostur 
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti  

Verkefnastjóri umhverfis- og skipulagsmála

Um er að ræða starf við gerð, rýni og mótun skipulagsáætlana í samvinnu við skipulagsnefnd, ráðgjafa og hagaðila. Yfirlestur innsendra gagna og skjalaumsjón. Samráðs- og kynningarmál, svörun fyrirspurna og samskipti við stofnanir, landeigendur og hagaðila. Ýmis önnur verkefni á sviði skipulags- og umhverfismála.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. skipulagsfræði, arkitektúr, landfræði eða sambærilegt 
  • Reynsla af skipulags- og umhverfismálum 
  • Góð almenn tölvukunnátta 
  • Sjálfstæði, skipulagsfærni, samviskusemi og nákvæmni 
  • Þekking á landupplýsingakerfi er æskileg 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustulund og lausnamiðuð hugsun 
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu og lagaumhverfi málaflokksins er kostur 
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti  

Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2024. 

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu.  Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir sendist rafrænt á netfangið afgreidsla@hornafjordur.is . Frekari upplýsingar veitir Bartek Andresson Kass, sviðsstjóri mannvirkjasviðs og byggingarfulltrúi sveitarfélagsins í síma 4708023 eða á bartek@hornafjordur.is