Leikskólinn Sjónarhóll auglýsir eftir leikskólakennurum og almennu starfsfólki á deild auk tímabundinna afleysinga í eldhús
Auglýst er eftir leikskólakennurum eða fólki með sambærilega menntun á leikskólann Sjónarhól. Einnig er auglýst eftir almennu starfsfólki á deild auk tímabundinna afleysinga í eldhús.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara og eða sérkennara á leikskóla.
- Að stuðla að faglegu starfi á leikskólanum og góðri samvinnu starfsfólks.
Hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Stundvísi, frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Mjög góð íslenskukunnátta - A2-B1 í evrópska tungumálarammanum (B2 hjá sérkennurum)
Laun eru greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 30. janúar næstkomandi
Umsóknum skal skila á netfangið mariannaj@hornafjordur.is. Með umsókn skal fylgja afrit af menntunargögnum ásamt ferilskrá og meðmælendum. Frekari upplýsingar veita Maríanna í síma 4708491 og Elínborg í síma 4708492.
Áhugasamir af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.
Athygli er vakin á því að við ráðningu leikskólastarfsmanns er óskað eftir sakavottorði og að umsóknir geta gilt í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út.