Starfsmaður í Áhaldahúsi

Auglýst er eftir starfsmanni í Áhaldahús sveitarfélagsins.

Leitað er eftir einstaklingi sem á gott með að vinna með öðrum, hefur frumkvæði og er stundvís, metnaðarfullur og samviskusamur. Viðkomandi þarf að búa yfir sjálfstæðum vinnubrögðum og ríkri þjónustulund.

Starfið hentar öllum kynjum en æskilegur aldur er 20 ára eða eldri. Gerð er krafa um bílpróf og er vinnuvéla- og meiraprófsréttindi kostur.

Starfsmenn Áhaldahúss gegna fjölbreyttum störfum og sinna fjölbreyttri þjónustu við íbúa og sjá um daglegan rekstur áhaldahúss. Þeir annast framkvæmdir hjá Hornafjarðarveitum og sinna umhirðu opinna svæða, umferðarmannvirkja og gangstétta.

Laun eru greidd samkvæmt samningum Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga við FOSS, BSRB eða Afl Starfsgreinafélags.

Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2025.

Skriflegar umsóknir, ásamt ferilskrá, skulu berast á netfangið afgreidsla@hornafjordur.is en nánari upplýsingar um starfið gefur Sigfinnur Mar Þrúðmarsson, bæjarverkstjóri, í síma 470 8027.