Stuðnings- og virkniþjónusta Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir 70% stöðu starfsmanns í iðju og virkni.
Stuðnings- og virkniþjónusta óskar eftir einstaklingi í 70% stöðu starfsmanns í iðju og virkni. Meginmarkmið starfsins er að aðstoða þjónustunotendur í virkni og hæfingu ásamt því að taka þátt í undirbúningi og daglegri starfsemi hjá stuðnings- og virkniþjónustu sveitarfélagsins. Starfsmaður í iðju og virkni vinnur í teymi stuðnings- og virkniþjónustu þar sem áhersla er lögð á hæfingu og virkni sem hentar hverjum og einum.
Stuðnings- og virkniþjónusta heyrir undir velferðarsvið sveitarfélagsins og er staðsett í Miðgarði, Víkurbraut 24. Vinnustaðurinn er lifandi og skemmtilegur og þar starfar fjölbreyttur hópur fólks. Unnið er eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar og mikil áhersla er lögð á fagmennsku og ánægju í starfi.
Hæfniskröfur:
· Nám sem nýtist í starfi er kostur
· Reynsla af starfi í málaflokki fatlaðs fólks og/eða aldraðra skilyrði
· Framúrskarandi samskiptahæfni
· Haldbær þekking á þjónandi leiðsögn
· Stundvísi, frumkvæði og samviskusemi
· Góð tök á íslensku í ræðu og riti
· Hreint sakavottorð
· Bílpróf
Starfið er unnið í dagvinnu og eru öll kyn hvött til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar n.k. og skal umsókn fylgja ferilskrá og kynnisbréf.
Umsóknir skulu sendar á netfangið bessy@hornafjordur.is. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Bessý Guðmundsdóttir stjórnandi stuðnings- og virkniþjónustu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga við ASÍ/BSRB Ráðið er í starfið óháð kyni.