Varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Skaftafellssýslu

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laust til umsóknar starf varaslökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-Skaftafellsýslu. 

Við leitum að öflugum og framsýnum aðila sem verður yfirmaður aðgerða slökkviliðs í fjarveru slökkviliðsstjóra.

 Varaslökkviliðsstjóri er staðgengill slökkviliðsstjóra. Starfinu fylgir ábyrgð á fjármunum, mikil ábyrgð á búnaði, verkstjórn og samábyrgð sem snýr að rekstri, vinnuskipulagi og útköllum slökkviliðs sem starfsmaður er í forsvari fyrir. Starfshlutfall er 10%.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Er staðgengill slökkviliðsstjóra í fjarveru hans 
  • Sinnir bakvöktum slökkviliðsins eftir ákveðnu skipulagi 
  • Tekur þátt í stjórnun slökkviliðsins í samvinnu við slökkviliðsstjóra 
  • Mótar æfingaáætlun og stjórna æfingum slökkviliðsins í samvinnu við slökkviliðsstjóra 
  • Sinnir eldvarnaeftirliti í fjarveru slökkviliðsstjóra 
  • Sinnir fyrirfram ákveðnum skráningum í Brunagátt og Björgun 
  • Önnur verkefni sem falla til og tengjast tilgangi og markmiði slökkviliðsins

 Menntunar og hæfniskröfur

  • A.m.k. eitt ár reynsla í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður
  • Reynsla af stjórnun æskileg
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt frumkvæði í starfi
  • Leiðtogafærni, ásamt lipurð í mannlegum samskiptum, þjónustulund og lausnamiðuð hugsun
  • Góð almenn tölvukunnátta og gott vald á íslensku í ræðu og riti
  • Aukin ökuréttindi

Umsóknarfrestur er til 15. desember 2024. 

Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu.  Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Umsóknir sendist rafrænt á netfangið afgreidsla@hornafjordur.is

Frekari upplýsingar veitir Borgþór Freysteinsson slökkviliðsstjóri sveitarfélagsins í síma 470 8000 eða á borgthor@hornafjordur.is