• Farsaeld_fjolsk-heima
    Farsæld barna

Farsæld barna

Farsældarlöggjöf

Á Íslandi eru í gildi lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Í þeim felst að öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda. Það getur verið flókið að fá aðstoð við hæfi og vita hvert eigi að leita eftir henni. Lögin eiga að tryggja að börn og foreldrar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. 

Hér er stutt kynning á farsæld, kynning á hugtökum ásamt upplýsingum um tengiliði í sveitarfélaginu en þeir gefa hver á sínum stað allar upplýsingar um úrræði sem eru í boði á þeirra vegum.

Handbók um farsæld barna

Tengiliðir í sveitarfélaginu Hornafirði

  • Leikskólinn Sjónarhóll s. 4708497- Aðalheiður Fanney Björnsdóttir  yfirmaður stoðþjónustu og tengiliður
  • Samrekinn leik- og grunnskóli Hofgarði s. 4781672-  Áróra Gústafsdóttir skólastjóri og tengiliður í Hofgarði
  • Grunnskóli Hornafjarðar s. 4708400 Rósa Á Valdimarsdóttir aðstoðarskólastjóri GH á yngra stigi og tengiliður.  Eygló Illugadóttir aðstoðarskólastjóri á eldra stigi GH og tengiliður. Auk þeirra geta náms- og starfsráðgjafi, málsvari og skólafélagsráðgjafi verið tengiliðir eftir eðli mála.
  • Framhaldsskóli Austur- Skaftafellssýslu s. 4708070- Fríður Hilda Hafsteinsdóttir náms- og starfsráðgjafi og tengiliður.  
  • Velferðarsvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar s. 4708000  - Einar Aron Fjalarsson Fossberg félagsráðgjafi og tengiliður á velferðarsviði sveitarfélagsins.
  • Heilsugæslan/ HSU á Höfn í Hornafirði s. 4322900 Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur og tengiliður á HSU Höfn.

Mælaborð um farsæld barna

Í mælaborðinu eru tekin saman tölfræðigögn er varpa ljósi á farsæld barna á Íslandi með heildstæðum hætti

Netöryggi barna

Margir foreldrar upplifa að börnin þeirra séu í hvað mestri hættu á netinu. Ýmsar leiðir eru til að verja þau fyrir þeim hættum. Hægt er að nálgast fræðslu um það á vegum SAFT en þar bætist stöðugt inn nýtt efni.