Dýrahald
Sveitarfélagið minnir alla gæludýraeigendur á mikilvægi þess að skrá kétti og hunda. Skráning hunda og katta fer fram í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins eða í afgreiðslu ráðhúss.
Samþykkt um hundahald í sveitarfélaginu
Samþykkt um kattahald í sveitarfélaginu
Gjaldskrá fyrir hundahald (2017)
Gjaldskrá fyrir kattahald (2017)
Hvað felur skráningargjaldið í sér?
Árlegt skráningargjald fyrir bæði kétti og hunda inniheldur:
- Heilsufarsskoðun hjá dýralækni og árlega ormahreinsun (framkvæmd í nóvember; dagsetningar verða auglýstar á heimasíðu og Facebooksíðu sveitarfélagsins).
- Ábyrgðartryggingu.
- Skráningargjöld sveitarfélagsins.
Fyrir kattaeigendur:
- Útikettir: Verða alltaf að bera ól með símanúmeri eigenda?.
- Mikilvægt - Varptími
villtra fugla: Sveitarfélagið vill biðja eigendur katta að passa
sérstaklega vel upp á þá á varptímanum á vorin. Bjöllur hafa mikið að
segja.
Sveitarfélagið mun fylgjast með köttum sem eru á flækingi án ólar. Slíkir kettir verða meðhöndlaðir samkvæmt:- Reglugerð nr. 679/2017: GJALDSKRÁ fyrir kattahald í Sveitarfélaginu Hornafirði.
- Reglugerð nr. 912/2015: Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis.
- Af hverju skiptir ormahreinsun máli? Regluleg ormahreinsun er mikilvæg fyrir heilsu kattarins og sérstaklega fyrir útiketti, þar sem saur þeirra getur mengað garða og skapað heilsufarsáhættu fyrir börn sem leika sér þar.
Fyrir hundaeigendur:
- Hreinsiskylda: Eigendum er bent á að taka alltaf upp eftir hunda sína til að viðhalda hreinu og notalegu umhverfi fyrir alla.
- Ný aðstaða fyrir hunda: Sveitarfélagið hyggst byggja afgirt svæði þar sem hundar geta hlaupið frjálsir og öruggir.
Ef þú hefur tillögur um hvernig við getum bætt lífsgæði fyrir hunda- og kattaeigendur viljum við endilega heyra frá þér!
Með því að hugsa vel um gæludýrin þín og fylgja reglum sveitarfélagsins stuðlar þú að öruggara, hreinna og heilsusamlegra samfélagi fyrir alla.