• Vinnuskóli

Vinnuskóli

Vinnuskólinn er fyrir ungmenni á aldrinum 13 - 16 ára.

Vinnutími vinnuskólans er frá 09:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00. 

Mikilvægt er að bærinn líti sem best út allt sumarið og er það Vinnuskólinn sem á stærsta þáttinn í því hversu fallegur bærinn er.  Vinnuskólinn er vettvangur fyrir ungmenni að læra góð og vönduð vinnubrögð.  Vinnuskólinn á að vera skemmtilegur eins og aðrir vinnustaðir þar sem ungmennum gefst færi á að afla sér reynslu á vinnumarkaði.  Vinnuskólinn er ekki eingöngu vinnustaður, hann er einnig mikilvægur þáttur í félagslífi ungmenna. Reynt er að  brjóta upp hefðbundna starfsemi með leikjadögum, ratleik og útilegu, sem dæmi um það sem er boðið upp á á meðan starfsemi skólans stendur yfir.

Vinnuskólinn er rekin í samstarfi við Áhaldahús sveitarfélagsins. Helstu störf nemenda vinnuskólans eru að raka, hreinsa beð, sópa og hreinsa gangstéttir, tína rusl og mörg önnur tilfallandi störf, s.s. að mála leiktæki og brunahana.