Eldri borgarar
Markmið við veitingu þjónustunnar er að aldraðir geti búið sem lengst á heimili sínu við sem eðlilegastar aðstæður, fái nauðsynlegan stuðning til að njóta sinna mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum.
Við framkvæmd þjónustu við aldraða skal virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði. Unnið er útfrá hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar í allri vinnu stuðnings- og virkniþjónustu velferðarsviðs, sem heldur utan um þjónustuna.
Þjónustan heim
Sveitarfélagið Hornafjörður í samstarfi við HSU hefur samþætt heimaþjónustu og heimahjúkrun undir heitinu „Þjónustan heim“. Markmið Þjónustunnar heim er aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs og/eða til þess að rjúfa félagslega einangrun. Áhersla er lögð á að efla notandann til sjálfsbjargar og sjálfræðis og gera honum kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður.
Við framkvæmd og skipulagningu þjónustunnar skal lögð áhersla á að sníða hana að þörfum notandans og virða sjálfsákvörðunarrétt hans.
Sótt er um úrræði Þjónustunnar heim rafrænt á íbúagátt sveitarfélagsins. Reglur um félagslega heimaþjónustu í Sveitarfélaginu Hornafirði (Þjónustan heim) má nálgast hér.
Frekari upplýsingar um úrræði Þjónustunnar heim veita starfsmenn stuðning- og virkniþjónustu í síma 470-8000 eða á netfanginu velferd@hornafjordur.is
Þjónustan heim felur í sér eftirfarandi þjónustuþætti
Félagslega heimaþjónustu
Markmið heimaþjónustu er að efla notandann til sjálfsbjargar og sjálfræðis og gera honum kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður.
Félagsleg heimaþjónusta getur verið veitt innan sem utan heimilis umsækjanda og er alla jafna um einstaklingsmiðaðan stuðning að ræða. Með félagslegri heimaþjónustu er átt við stuðning við heimilishald, athafnir daglegs lífs og/eða félagslegan stuðning til þess að rjúfa félagslega einangrun.
Markmið stuðningsþjónustu er ávallt að veita umsækjanda stuðning og þjálfun til þess að geta búið heima og verið félagslega virkur.
Stuðningur getur falið í sér:
- stuðning við heimilishald s.s. þrif á heimili, matseld og önnur heimilisstörf
- stuðning við athafnir daglegs lífs s.s. persónulega aðhlynningu, hreinlæti, klæða sig/hátta, borða, taka inn lyf og annað sem varðar athafnir daglegs lífs
- félagslegan stuðning og/eða stuðning við rekstur erinda
- heimsendan mat
- öryggisinnlit
- sérhæfða ráðgjöf
Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu er aðgengileg hér.
Dagdvöl í Ekru og félagsstarf aldraðra
Í Ekrunni, að Víkurbraut 30, fer dagdvöl og félagsstarf aldraðra fram. Þar er starfrækt fjölbreytt starfsemi samhliða félagsstarfi aldraðra sem er á vegum Félags eldri Hornfirðinga.
Markmið þjónustunnar er að fyrirbyggja félagslega einangrun og koma til móts við áhugasvið, færni og þekkingu þátttakenda á hverjum tíma í ýmis konar listsköpun og verkefnum sem oft eru árstíðabundin. Félagsstarf aldraða hefur það markmið að stuðla að samskiptum og veita félagsskap.
Þar er boðið upp á mat alla virka daga og á sunnudögum sem er opið öllum almenningi í sveitarfélaginu. Á miðvikudögum er samsæti með kaffi og bakkelsi.
Hjúkrunarheimilið Skjólgarður sér um að útbúa matinn og má sjá matseðil þeirra hér.
Gjaldskrá fyrir dagþjónustu og matarþjónustu í Ekrunni er aðgengileg hér.
Matarþjónusta
Boðið er upp á matarþjónustu í hádeginu í Ekrunni að Víkurbraut 30 alla virka daga og á sunnudögum samhliða dagvöl og félagsstarfi aldraðra. Á miðvikudögum er samsæti með kaffi og bakkelsi.
Heimsendur matur er í boði fyrir þá sem ekki geta sjálfir séð um matseld í skemmri eða lengri tíma.
Hjúkrunarheimilið Skjólgarður sér um að útbúa matinn og má sjá matseðil þeirra hér.
Gjaldskrá matarþjónustu má sjá hér.
Akstursþjónusta
Markmið með akstursþjónustu aldraðra í Sveitarfélagi Hornafjarðar er að gera öldruðum kleift að búa í heimahúsi lengur og stuðla að auknu félagslegu sjálfsstæði.
Þeir íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar sem eru 67 ára og eldri, búa sjálfstætt og eru ófærir um nota almenningssamgöngur vegna langvarandi hreyfihömlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki geta sótt um akstursþjónustu.
Akstursþjónusta aldraðra er í boði á eftirtöldum tímum:
- Virka daga frá kl. 8:00 til kl. 22:00.
- Um helgar frá kl. 10:00 til kl. 22:00.
- Akstur á stórhátíðardögum er eins og á sunnudögum að undanskildum aðfanga- og gamlársdegi. Þá daga er akstursþjónusta til kl. 17:00 og aftur frá kl.: 20-22.
Miðað er við að ferðir hefjist innan þjónustutíma.
Notendur panta ferðir í síma 470-8022 og tekið er á móti pöntunum alla virka daga frá 8:30 – 15:30. Ekki er unnt að tryggja að hægt sé að veita þjónustu til einstaklinga nema pantað sé með a.m.k. dags fyrirvara, þó reynt sé að bregðast við pöntunum eins fljótt og auðið er.
Afpöntun reglubundinna ferða skal vera með sem lengstum fyrirvara, helst deginum áður en í undantekningar tilvikum með tveggja klukkustunda fyrirvara fyrir fyrirhugaða ferð. Að öðrum kosti telst ferðin með í uppgjöri.
Reglur Sveitarfélagsins Hornafjarðar um akstursþjónustu aldraðara má nálgast hér.
Gjaldskrá vegna akstursþjónustu aldraðra má nálgast hér. Ferð er skilgreind frá einum stað til annars innan þjónustusvæðisins (A-B)
Heilsuefling eldri borgara
Heilsuefling á öllum æfiskeiðum er nauðsinleg og getur verið lykilþáttur í því að viðhalda færni og getu á efri árum. Sveitarfélagið Hornafjörður er aðili að verkefninu Heilsueflandi Sveitarfélag og leggur mikla áherslu á að í boði sé viðeigandi heilsuefling fyrir alla.
Eftirfarandi er í boði:
Ekra Víkurbraut 30. Sími 4708000. Sjá facebook síðu hér.
- Leikfimi mánudaga og fimmtudaga kl 10:30
- Styrktarþjálfun miðvikudaga kl 10:30
- Stólayoga föstudaga kl 10:30
- Yoga nidra mánud, miðvikud og fimmtudaga kl 12:00
- Boccia mánudaga og föstudaga kl 10:00
- Gönguferðir frá Ekru mánudaga og fimmtudaga kl 10:00
- Snooker opið frá 10-15
- Pílukast opið frá 10-15
- Þythokkí opið frá 10_15
- Dans einn sunnudag í mánuði yfir vetrartímann
- Handavinna allan ársins hring frá 10-15
- Spilað þriðjudagar og fimmtudagar kl 13-15 (Bridge, vist, manni, lomber)
- Spilað þegar tækifæri gefst á öðrum tímum.
- Gleðigjafar, kór eldri Hornfirðinga, æfingar á þriðjudögum kl 17, raddæfingar aukalega ef þarf. September-Maí.
- Vettvangsferðir af og til yfir allt árið, auglýst sérstaklega.
Félag eldri borgara Hornafirði. https://www.facebook.com/groups/felageldrihornfirdinga
Minigolf, við Ekru, Víkurbraut 30, opið allan ársins hring
Púttvöllur Silfurnesvöllur, við Mánabraut. https://www.ghhgolf.is/
Sundlaug, Víkurbraut, opið 07-21, 10-19 um helgar. Sími 4708477. https://www.facebook.com/SundlaugHafnar
Vatnsleikfimi fimmtudagar kl 13.30. árstíðarbundið.
Hafyoga þriðjudaga kl 17-18 yfir vetrartímann
Sporthöllin, Álaugarvegi 7. Heilsuefling 65 + tvisvar í viku, þriðjudögum og fimmtudögum, 10.30-11.30. frí yfir sumartímann. Verð 3500kr á mánuði. Hægt er að fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á kolla@sporthollin.is og þá má finna facebook hóp fyrir þá sem eru skráðir, eða áhugasama hér.
Sjúkraþjálfun Höfn, Víkurbraut 28, sími 4708670
Göngustígar meðfram sjónum, dásamleg gönguleið með bekkjum til hvíldar.