Velferðarsvið

Starfsemi velferðarsviðs skiptist annars vegar í fjölskyldu- og félagsþjónustu og hins vegar stuðnings- og virkniþjónustu. Fjölskyldu- og félagsþjónusta fer með málefni félagsþjónustu og barnaverndar og er hlutverk hennar að veita aðstoð og ráðgjöf. Stuðnings- og virkniþjónusta fer með málefni er snúa annars vegar að virkniúrræðum og starfsendurhæfingu og hins vegar að þjónustunni heim. Þjónusta velferðarsviðs er samkvæmt eftirfarandi lögum:

  • Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr.40/1991
  • Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr.38/2018
  • Lög um málefni aldraðra nr.125/1999
  • Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr.86/2021
  • Lög um barnavernd nr.80/2002
  • Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna nr.10/2008

Velferðarnefnd fer með stjórn og skipulag velferðarsviðs í umboði bæjarstjórnar, en framkvæmd þjónustunnar er í höndum starfsmanna. Áhersla er lögð á náið samstarf milli velferðarsviðs, heilsugæslu og þeirra sem vinna að fræðslumálum.

Fyrir hvern er þjónusta velferðarsviðs?

Þeir sem eiga lögheimili á Hornafirði eiga rétt á að leita aðstoðar velferðarsviðs samkvæmt gildandi reglum. Starfsfólk velferðarsviðs er bundið trúnaði um málefni þeirra sem til hennar leita. Þjónustan fer fram í Miðgarði þjónustumiðstöð, í Ekrunni og á heimilum notenda.

Þjónusta í Miðgarði:

Opið er alla virka daga frá kl. 8:00-12:00 og 13:00-15:00.

Netfang: velferd@hornafjordur.is

Sími: 470 8000

Neyðarnúmer barnaverndarmála er 112

Þjónusta í Ekrunni:

Dagdvöl-og félagsstarf aldraðra.

Opið er frá kl.10-15 mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga og á miðvikudögum kl.10-16

Sími: 470 8030

Umsóknir um þjónustu velferðarsviðs eru í íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins.