Persónulegur ráðgjafi
Úrræðið persónulegur ráðgjafi er veitt samkvæmt barnaverndarlögum.
Persónulegir ráðgjafar hafa það hlutverk að styrkja barn félagslega og tilfinningalega í tengslum við tómstundir, menntun og vinnu. Verkefni persónulegra ráðgjafa eru því fjölbreytt. Lögð er áhersla á að samband persónulegs ráðgjafa og barns byggist á gagnkvæmu trausti og vinsemd.