Forvarnir

Velferðarnefnd ásamt fræðslu- og tómstundanefnd stuðla að forvörnum á víðum grundvelli og bættri lýðheilsu í samstarfi við viðeigandi aðila svo sem lögreglu, heilbrigðisþjónustu og skóla.

Með lýðheilsu og forvarnarstarfi er átt við starf sem stuðlar að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði fólks á öllum aldri.

Forvarnartengdum verkefnum er almennt skipt upp í tvennt:

Almennar forvarnir þar sem boðið er upp á fræðslu og ýmsa viðburði til að hvetja og vekja íbúa til umhugsunar um heilbrigða lífshætti, unnið gegn hvers kyns fordómum og hvatt til þess að almennum reglum s.s. um aldurstakmörk og útivist sé fylgt.

Sértækar forvarnir beinast að ákveðnum hópum eða sviði með því m.a. að aðstoða við að draga úr neikvæðri birtingarmynd hegðunarvanda, draga úr eða koma í veg fyrir neyslu, bæta umferðarmenningu o.fl.

Frekari upplýsingar um forvarnarmál má nálgast hjá starfsmönnum velferðarsviðs eða fræðslu- og tómstundasviðs í síma 470-8000 eða á netfangið velferd@hornafjordur.is.