Sérstakur húsnæðisstuðningur
Sérstakur húsnæðisstuðningur er annarsvegar fyrir þá einstaklinga 18 ára og eldri sem ekki eru færir að sjá sér og sínum fyrir húsnæði sökum lágra tekna, þungrar framfærslubyrði eða annarra félagslegra aðstæðna og hins vegar fyrir foreldra 15-17 ára nemenda sem búa á heimavist eða námsgörðum, sbr. reglur sveitarfélagsins um sérstakan húsnæðisstuðning.
Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður til viðbótar við
almennar húsnæðisbætur. Almennur húsnæðisstuðningur er ekki á ábyrgð
sveitarfélagsins. Hægt er að sækja um almennan húsnæðisstuðning hjá Húsnæðis-
og mannvirkjastofnun, www.hms.is
Sótt er um sérstakan húsnæðisstuðning rafrænt í gegnum íbúagátt á www.hornafjordur.is