Foreldranámskeið og einstaklingsráðgjöf
Samvinna eftir skilnað barnanna vegna. Verkfærakassi fyrir foreldra sem ekki búa saman – eflum samvinnuna um börnin.
Fjölskyldu- og félagsþjónusta býður foreldrum upp á sérhæfða
ráðgjöf sem snýr að áhrifum skilnaða á foreldra og sér í lagi hvernig þeir geta
hjálpað börnunum sínum í gegnum skilnaðinn.
Það er gert bæði með einstaklingsráðgjöf og foreldranámskeiðum. Um er að ræða gagnreynt námsefni sem veitir foreldrum þekkingu og verkfæri til að takast á við breytingar og áskoranir sem algengar eru í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita.
Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna á Hornafirði býður uppá námskeið á netvangi verkefnisins í þremur stafrænum áföngum, einstaklingsráðgjöf og námskeið.
Ráðgjöfin og námskeiðin eru foreldrum að kostnaðarlausu.
Frekari upplýsingar er að finna á samvinnaeftirskilnad.is og með því að hafa samband starfsmenn fjölskyldu- og félagsþjónustu í síma 470 8000 eða með tölvupósti á velferd@hornafjordur.is