Þrykkjan

Félagsmiðstöð Hafnarbraut 30

Sími 470 8474 

Þrykkjan er félagsmiðstöð ungmenna á Hornafirði og er hún mikilvægur liður í forvarna og tómstundarstarfi sveitarfélagsins.
Starfsemi Þrykkjunnar skiptist í þrennt, almenn opnun sem er tvisvar á dag alla daga vikunnar og eru hugsaðar fyrir 5. – 10. bekk, miðstigsstarfið sem er fyrir 5. – 7. bekk og unglingastarfið fyrir 8. – 10. bekk.

Forstöðumaður Þykkjunnar er Erlendur Rafnkell Svansson, netfang: erlendur@hornafjordur.is. Tómstundafulltrúi sveitarfélagsins er Emil Örn Morávek emilmoravek@hornafjordur.is

Þrykkjan er einnig virk á facebook

Thrykkjann-2025

Meira um Þrykkjunna.

Unglingastig Þrykkjunnar á í góðu samstarfi við félagsmiðstöðvar annarsstaðar á landinu og sækir stærri viðburði bæði með félagsmiðstöðvum á Suðurlandi aðra viðburði á vegum Samfés. Fastir liðir í starfi félagsmiðstöðvarinnar eru: USSS sem er undankeppni söngkeppni Samfés á Suðurlandi, Samfestingurinn (Söngkeppni Samfés og risa dansleikur), Stíll hönnunarkeppni og Suðurlandsskjálftinn sem er lokadansleikur vetrarstarfs félagsmiðstöðva á Suðurlandi.

Ávallt er reynt að koma til móts við óskir ungmennanna í sambandi við uppákomur og viðburðir í Þrykkjunni og er þar starfandi Þrykkjuráð sem krakkarnir manna sjálf.

Hvetjum við öll ungmenni til að mæta í Þrykkjuna og hitta vini og kunningja. Hvort sem þið viljið fá útrás fyrir keppnisskapið í pool eða borðtennis eða bara slappa af og spjalla þá er Þrykkjan ykkar.