Lýðheilsugöngur
Heilsueflandi samfélag vill minna á að enn eru tvær göngur eftir í 90 ára afmælisátaki Ferðafélags Íslands.
Lýðheilsugöngurnar eru eins og fyrr hefur verið auglýst fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu sér um göngurnar og eru þær sem hér segir:
- Miðvikud. 20/9 - Gengið Óslandshringinn. Mæting við Ásgarð kl. 18:00.
- Miðvikud. 27/9 - Stóri hringurinn genginn um Höfn. Mæting við mótokrosssvæðið kl. 18:00.