1.000 fundur bæjarráðs
Í dag fundaði bæjarráð í eitt þúsundasta skipti. Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar var stofnað 11. júní árið 1998 við sameiningu sveitarfélaga.
Í dag sitja í ráðinu Ásgerður K. Gylfadóttir formaður hún hefur setið í bæjarráði frá árinu 2010 fyrsti fundur hennar var nr. 505. Einnig sitja í bæjarráði Björgvin Ó. Sigurjónsson varaformaður, Páll Róbert Matthíasson og Sæmundur Helgason. Starfsmenn bæjarráðs eru Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri og Bryndís Bjarnarson stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Á fyrsta fundi bæjarráðs 11. júní 1998 sátu Halldóra B. Jónsdóttir, Gísli S. Árnason, Þorbjörg Arnórsdóttir, Sigurlaug Gissurardóttir og Hermann Hansson. Sturlaugur Þorsteinsson var bæjarstjóri.
Sveitarfélögin sem voru sameinuð í Sveitarfélagið Hornafjörð voru Hofshreppur, Bæjarhreppur, Borgarhafnarhreppur og Hornafjarðarbær, sem hafði sameinast 1994 Hafnarkauptúni, Nesjahreppi og Mýrarhreppi, þar með voru öll hreppsfélögin í sýslunni sameinuð í eina stjórnsýslueiningu.