Ærslabelgurinn bíður eftir blíðunni
Kæru íbúar
Við viljum upplýsa ykkur um afhverju ærslabelgurinn er ekki í gangi eins og er. Ástæðan er að vatn hefur komist í barka sem flytur loft í belginn, sem veldur því að hann blæs ekki út. Unnið er að því að leysa vandamálið sem fyrst en til þess þurfum við á góðri samvinnu við veðurguðina að halda.
Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum og þökkum fyrir þolinmæðina.
Sveitarfélagið Hornafjörður