Again the Sunset í Svavarsafni
Again the Sunset er hluti af verkum á Listahátíð en verður fyrst flutt í Svavarssafni á morgun þriðjudag kl. 20:00.
Again the Sunset er upplifun sem dansar á mörkum þess að vera tónleikar og gjörningur; andsetinn ástarsöngur sem ferðast um röddina og inn í líkamann, inn í hið hráa og frumstæða, líkt og vera sem tjáir sig án þess að eiga sér áskapað form.Tvær mannverur birtast okkur. Þær vinna til þess að halda áfram og halda áfram til þess að vinna, þær færa það sem þarf að færa og syngja það sem þarf að syngja um svikula steina, vafasöm ský og vonlausar sögur af ástinni. Orðin hnita hringi líkt og hugsanir sem sækja á þær; kraftar náttúrunnar mæta nálgun sem hverfist um hið skúlptúríska og hjóðræna.
Inga Huld Hákonardóttir er einn framsæknasti danshöfundur landsins og hefur unnið víða á hinni alþjóðlegu dans- og gjörningasenu. Yann Leguay er hljóðlistamaður sem reynir á þanþol listformsins og hefur tekið þátt í sýningum og hátíðum í ýmsum löndum. Í sýningunni sameinar þetta listafólk krafta sína til að skapa hljóð- og sjónræna hugsanaflækju á andvökunótt.
-EN -Again the Sunset is an experience which occupies the space between concert and performance; a haunted love song that travels through the voice to the body, to raw elements and materials, like an expressive entity without an inherent body.Two humans put their bodies to work. They work to continue and continue to work, they move what needs to be moved and sing what needs to be sung about deceptive stones, dubious clouds and hopeless histories of love. Words circle around and around like haunting thoughts as the natural elements are met with a sculptural and sonic approach.Inga Huld Hákonardóttir is one of Iceland‘s most innovative contemporary choreographers and has worked internationally in the field of dance and performance. Yann Leguay is a cutting edge sound artist whose work has been presented in exhibitions and festivals in multiple countries. In Again the Sunset, these artists come together to create an audiovisual rambling of thoughts on a night of insomnia.Listrænir aðstandendur: Danshöfundur & listrænn stjórnandi/Choreographer & Artistic Director: Inga Huld Hákonardóttir. Hljóðmynd/Sound: Yann Leguay. Sviðsmynd/Stage Design: Inga Huld Hákonardóttir, Yann Leguay. Ljós/Lighting: Gregory Rivoux. Listræn ráðgjöf/Artistic Consultant: Gaëtan Rusquet. Framleiðsla/Producers: Kunstenwerkplaz Pianofabriek & Kosmonaut Production. Ljósmyndir/Photography: Stanislav Dobak