Áherslur í heilsueflandi samfélagi næstu vikurnar
Á þessu ári eru svefn og geðrækt áhersluþættir heilsueflandi samfélags í sveitarfélaginu og af því tilefni er Geðlestin https://gedlestin.is/ væntanleg í heimsókn til okkar í mars.
Þá mun sveitarfélagið bjóða upp á á fyrirlestur með Dr. Erlu Björnsdóttur um svefn og mikilvægi hans fyrir heilsu, líðan og árangur. Fyrirlesturinn sem verður rafrænn og öllum opinn verður mánudaginn 14. mars kl. 20:00 á slóðinni https://us02web.zoom.us/j/83857141087pwd=Q2pGbmd2SWxncDcxYUYrTS9vdXAyUT09.
Í lok fyrirlestursins mun Erla svar spurningum hlustenda. Í mars fá starfsmenn leikskólans og nemendur og starfsmenn í FAS einnig rafrænan fyrirlestur frá Erlu um mikilvægi svefns og góðra svefnvenja.
Í lok mars stendur til að hafa „Hinsegin viku“ í sveitarfélaginu. Markmiðið með hinsegin viku er að auka fræðslu og skapa umræður um hinsegin mál og þar með jafnréttis mál sem síðan bæði tengjast geðrækt og geðheilsu.
Allir þessir viðburðir verða auglýstir nánar þegar nær dregur.