Akstursþjónusta aldraðra og fatlaðs fólks í Sveitarfélaginu Hornafirði
Stefnt er að því að þann 10. janúar n.k. taki gildi reglur sem snúa að akstursþjónustu á vegum velferðarsviðs. Með þeim mun akstursþjónusta í fyrsta skipti formlega vera í boði fyrir alla þá sem uppfylla skilyrði reglnanna. Með þjónustunni er stefnt að því að gera öldruðum kleift að búa lengur í heimahúsi og stuðla að félagslegu sjálfsstæði þeirra. Eins er stefnt að því að gera fötluðum einstaklingum kleift að stunda atvinnu, nám og njóta tómstunda og rjúfa þannig mögulega félagslega einangrun og stuðla að sjálfsstæðu lífi.
Réttur til akstursþjónustu
Í tilfelli akstursþjónustu aldraðra eru það þeir sem eiga lögheimili, og búfesti, í Sveitarfélaginu Hornafirði, hafa náð 67 ára aldri, búa sjálfsstætt og hafa ekki aðgang að eigin bifreið. Í tilfelli Akstursþjónustu fatlaðs fólks þurfa umsækjendur að uppfylla skilgreiningu 2.gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langavandi stuðningsþarfir, nr. 30/2018, og a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum:
1. Vera hreyfihamlaðir og þurfa að nota hjólastól
2. Vera blindir og geta ekki notað önnur farartæki
3. Vera ófærir um að nota almenningsfarartæki vegna annarra langavarandi fötlunar
Til að geta notið akstursþjónustunnar er mikilvægt að sækja um þjónustuna fyrst inn á íbúagátt sveitarfélagsins. Á íbúagátt er sótt um undir umsókn „Þjónustunnar heim“ og valin akstursþjónusta. Starfsmenn stuðnings- og virkniþjónustu velferðarsviðs Hornafjarðar sjá um að meta umsókninna og fær hún að endingu fullnaðarafgreiðslu á þjónustuteymisfundi Þjónustunnar heim.
Þjónustan er í umsjón starfsmanna stuðnings- og virkniþjónustu á þjónustubifreiðum velferðarsviðs. Komi til þess að sinna þurfi akstri með sérútbúinni bifreið fyrir hjólastóla verður þjónustan í höndum einkaaðila.
Svæðaskipting, gjaldtaka og þjónusta við dreifbýlið
Við ákvörðun á gjaldtöku var horft til sambærilegrar uppsetningar og í leiðakerfi Strætó BS. hér í sveitarfélaginu en þar er því skipt upp í átta (8) gjaldtökusvæði. Svæðisskiptingin er eftirfarandi:
Svæðisskipting | ||
1 | 0-2 km. | Höfn - Innanbæjar |
2 | 2-20 km. | Hafnarnes - Hoffell |
3 | 21-40 km. | Viðborðssel - Flatey |
4 | 41-60 km. | Skálafell - Kálfafell |
5 | 61-80 km. | Hali - Jökulsárlón |
6 | 81-100 km. | Ekkert lögbýli |
7 | 101-120 km. | Hnappavellir – Hof |
8 | 121-140 km. | Sandfell - Skaftafell |
*ATH að akstursþjónusta er einnig í boði frá Höfn að sveitarfélagsmörkum, austur inn í Lón. Staðsetningar í töflunni eru aðeins til glöggvunar.
Við gjaldtöku er svo horft til þess innan hvaða gjaldsvæða akstursþjónusta er veitt og hinsvegar eftir tilgangi akstursþjónustu. Þjónustunni er því einnig skipt upp í þrjá þjónustuflokka sem eru eftirfarandi:
1. Akstursþjónusta í dagdvöl aldraðra í Ekru eða dagþjónustu fatlaðs fólks í Miðgarði
a. Akstur í dagvist aldraða og dagþjónustu fatlaðs fólks er gjaldfrjáls
2. Akstursþjónusta í nauðsinlega þjónustu. Nauðsinleg þjónusta er t.d. akstur á Heilsugæslu HSu á Höfn, til sjúkraþjálfara, tannlæknis, í banka, í matvöruverslun eða í hárgreiðslu.
a. Akstur í nauðsinlega þjónustu miðast við hálft verð gjaldskrár Strætó BS á svæðinu.
3. Önnur akstursþjónusta
a. Akstur vegna erinda sem ekki flokkast til nauðsynlegrar þjónustu nýtur ekki forgangs við veitingu þjónustu. Fyrir hann er rukkað fullt gjald skv. gjaldskrá strætó BS á svæðinu.
Ferð skv. gjaldskrá er ferð frá upphafsstað til áfangastaðar (A-B). Gjaldskrá akstursþjónustu aldraðra og fatlaðs fólks er því eftirfarandi:
Gjaldskrá akstursþjónustu | ||||
Svæði | Skilgreining | Miðgarður / Ekran | Önnur nauðsynleg þjónusta | Annar Akstur |
1 | Höfn -Innanbæjar | - kr. | 150 kr. | 300 kr. |
2 | 2-20 km | - kr. | 300 kr. | 600 kr. |
3 | 21-40 km | - kr. | 450 kr. | 900 kr. |
4 | 41-60 km | - kr. | 600 kr. | 1.200 kr. |
5 | 61-80 km | - kr. | 750 kr. | 1.500 kr. |
6 | 81-100 km | - kr. | 950 kr. | 1.900 kr. |
7 | 101-120 km | - kr. | 1.100 kr. | 2.200 kr. |
8 | 121-140 km | - kr. | 1.250 kr. | 2.500 kr. |
Það er ljóst að sveitarfélagið er gríðarlega víðfeðmt og að þjónusta það með sama hætti á sem hagkvæmastan hátt er flókið verkefni. Við hvetjum þá sem telja sig eiga rétt á þjónustunni og eru búsettir í dreifbýli til að sækja um og nýta sér þjónustuna. Horft verður til þess að sérsníða þjónustuna fyrir þá þjónustunotendur sem búa fjærst þéttbýlinu til að tryggja að hún sé sambærileg því sem í boði er næst þéttbýlinu, og á sama tíma tryggja að rekstur hennar sé framkvæmdur með það fyrir augum að vel sé farið með almanna fé.
Fyrirkomulag þjónustunnar
Þegar staðfest hefur verið að umsækjandi á rétt á akstursþjónustu getur þjónustunotandi pantað akstursþjónustu í síma 470-8022. Tekið er á móti pöntunum alla virka daga frá 8:00-15:30. Til að hægt sé að tryggja að hægt sé að veita akstursþjónustu þarf pöntun að berast með a.m.k. dags fyrirvara, þó reynt sé að bregðast við pöntunum eins fljótt og auðið er. Ef um fastar ferðir er að ræða er mikilvægt að bóka það í samráði við ráðgjafa stuðnings- og virkniþjónustu. Þegar afpanta þarf ferð þarf það að vera gert með a.m.k. tveggja klukkustunda fyrirvara.
Akstursþjónustan verður í boði alla virka daga frá klukkan 8:00-22:00 og um helgar frá klukkan 10:00-22:00. Akstur á stórhátíðardögum er eins og umhelgar að undanskildum aðfanga- og gamlársdegi en þá er akstursþjónusta í boði til kl. 17:00 og aftur frá klukkan 20:00-22:00.