Algengar spurningar og svör vegna breytinga á sorphirðumálum
Starfsmenn Umhverfis- og skipulagssviðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar hafa tekið saman algengustu spurningar og svör vegna breytinga á sorphirðumálum í sveitarfélaginu.
Fyrir hvað stendur mismunandi á tunnastærðum og sorpflokkum á skráningareyðublaðinu og hvers vegna er verðmunur á sömu stærð á tunnum fyrir plast og pappír ?
Hingað til hefur sveitarfélagið lagt fast gjald á hvert heimili fyrir sorphirðu en nýju sorphirðulögin kveða á um að að sveitarfélagið setji sér gjaldskrá sem endurspegli raunkostnað við sorphirðu. Sorphirðugjöldin eru blanda tveimur þáttum; föstum kostnaði og breytilegum kostnaði. Fastur kostnaður stendur undir útgjöldum vegna að reksturs móttöku- og flokkunarstöðvar og afnota af landi til urðunar. Breytilegur kostnaður er tengdur við stærð og flokk tunnanna við hvert heimili og þær endurspegla það magn og tegund sorps sem þar fellur til.
Fyrir það magn og tegund sorps sem fellur til umfram það sem fer í tunnurnar, munu íbúar frá og með 1. mars greiða á afhendingarstað.
Mismunandi gerðir úrgangs hafa mismunandi umhverfisáhrif. Blandaður úrgangur hefur skaðleg áhrif á umhverfið og því er markmið okkar að lágmarka það. Þegar kemur að plast- og pappírsúrgangi sýna gögn frá Íslandi, ESB og Bandaríkjunum að endurvinnsluhlutfall pappírs er umtalsvert hærra og einfaldara að farga því en plasti. Endurvinnsla plasts er flóknari og fylgir viðbótaráskorunum eins og flokkun og förgun, sem leiðir til hærra verðs á plasttunnum.
Að teknu tilliti til allra þessara þátta, sem og heildarútgjalda sem tengjast sorphirðu, flokkun og förgun í sveitarfélaginu okkar, hefur verið reiknað út endanlegt verðlag fyrir tunnur af mismunandi stærðum og sorpflokkum. Markmið sveitarfélagsins er að koma á sanngjörnu kerfi sem stuðlar að ábyrgri meðhöndlun sorps meðal allra íbúa.
Gildir annað fyrirkomulag um fjölbýlishús?
Fjöldi sorptunna í fjölbýli getur verið mismunandi eftir fjölda íbúa í hverri byggingu. Ákvörðun um fjölda og gerð tunna þarf að taka á fundi í húsfélagi hvers fjölbýlis með hliðsjón af nýju lögunum. Í framhaldinu sendir stjórn húsfélagsins erindi til verkefnastjóra umhverfismála Xialong Yu á netfangið xiaoling@hornafjordur.is
Í fjölbýlishúsum er hægt að velja um að nota áfram stærri tunnur t.d. 660L eða 1100L að stærð. Heildarkostnaður vegna sorphirðu er síðan ákveðinn út frá völdum tunnastærðum.
Nauðsynlegt er að hafa í huga að í fjölbýlishúsum og öðrum húsum með fleiri en einni íbúð, þarf eigandi hverrar íbúðar að greiða fastan kostnað og sinn hlut í breytilegum kostnaði en hann tengist vali á tunnum.
Sérstakar þarfir sem falla ekki undir almennar reglur
- Ef þú hefur sérstakar óskir, vinsamlegast byrjaðu á því að ganga úr skugga um að beiðnir þínar séu í samræmi við nýju lögin um meðhöndlun úrgangs sem kveður á um flokkun og söfnun úrgangs á heimili. Allar breytingar verða að vera í samræmi við þessar lagareglur.
- Ef beiðni þín felur t.d. í sér þörf fyrir 140L tunnu fyrir pappír eða aukatunnu fyrir ákveðna tegund úrgangs, vinsamlega skráðu það í reitinn „aðrar upplýsingar“ á skráningareyðublaðinu. Við munum safna saman og fara yfir allar athugasemdir. Hins vegar er mikilvægt að skilja að við getum aðeins sinnt þessum sérstöku kröfum eftir fyrstu umferð skráningar og dreifingar sorptunna.
- Vinsamlegast hafðu í huga að það eru ákveðnar takmarkanir um val þitt á tunnum. Ef þú óskar t.d. eftir 35L innra íláti fyrir matarúrgang þá þarftu einnig að velja eina 240L tunnu undir plast.
- Skýringin er sú að 35L innri ílát fyrir matarúrgang passar einungis í 240 L tunnu. Plasttunnan er valin vegna þess að pappír er ekki hentugur kostur þar sem hann er viðkvæmur fyrir leka.
- Meginmarkmið nýrrar úrgangslöggjafar er að draga úr magni úrgangs, sérstaklega blönduðum úrgangi sem endar að lokum á urðunarstöðum og hefur veruleg umhverfisáhrif. Með hliðsjón af þessum markmiðum höfum við mælt með 240L plasttunnu sem heppilegasta valið til að hýsa matarúrgangsílátið á sama tíma og íbúarnir geta valið um minni tunnu fyrir blandaðan úrgang.
- Þó að við höfum kannski ekki fullkomna lausn fyrir alla á þessum tímapunkti, erum við staðráðin í að kanna fleiri valkosti sem við innleiðum smám saman í nýja sorpflokkunarkerfið.
Hvenær verður skipt um tunnur ?
Að því gefnu að skráningarferlið gangi vel fyrir sig er áætlað að fara í tunnuskipti og merkingar í lok janúar eða í byrjun febrúar.
Skráning á sorptunnum verður í gangi frá 2. janúar til 16. janúar 2024.
Athugaðu að skráning tunna fer í gegnum íbúagátt og verður að vera gerð af húseiganda, jafnvel þótt leigjendur búi í eigninni.