Alþjóðarbíó- og matarkvöld
Fjölmenningarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar í samvinnu með Bíó Paradís og SASS, býður upp á alþjóðarbíó- og matarkvöld nú í vor.
Kvikmyndir frá hinum ýmsu löndum verða sýndar og matur frá sama landi verður í boði í hvert skipti. Sýningarnar fara fram á Heppu.
Staðfestar dagsetningar kvikmyndasýninganna eru:
Sunnudagur 16. mars - Robot Dreams (Spánn)
Sunnudagur 6. apríl - Fucking Bornholm (Pólland)
Sunnudagur 27. apríl - Parasite (Suður-Kórea)
Sunnudagur 11. maí - The Common story (Serbía)
Eina sýningu vantar á listann, en hún verður haldin á Cafe Vatnajökull í Öræfum, en sýning og dagsetning koma von bráðar.
Fjölmenningarráð er virkilega spennt fyrir viðburðinum og vonast til að sjá sem flest!
Hafið samband við fjölmenningarfulltrúa sveitarfélagsins, Önnu Birnu Elvarsdóttur, til að bóka miða bæði í bíó og mat í gegnum netfangið annab@hornafjordur.is og takið fram fyrir hversu mörg bókunin er og hvaða mynd/dagsetningu. Einungis 55 miðar eru í boði á hverja sýningu.
Ef þið eigið bókað en komist svo ekki, vinsamlegast látið vita.
Hér er Facebook-hlekkur á viðburðinn þar sem helstu upplýsingar munu birtast: https://www.facebook.com/events/9139296446189088?active_tab=about