Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar
Miðvikudaginn 1. nóvember er árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar en hún er að venju haldin í íþróttahúsinu.
Árshátíðin hefst klukkan 17:00 en miðasala kl 16:15. Aðgangseyrir er kr. 500 en aldrei meira en kr. 1500 á fjölskyldu.
Boðið er upp á veitingar fyrir og eftir sýningu. Grunnskólinn býður alla velkomna á sýninguna jafnt unga sem aldna og biðjum foreldra um að hafa börnin sín í sætum sér við hlið meðan á sýningu stendur.
Allir nemendur skólans taka þátt í árshátíðinni með einum eða öðrum hætti og er umgjörðin stór hluti af sýningunni en nemendur hafa hafa unnið að henni í smiðjum undanfarnar vikur sem og útbúið veitingar.