Atvinnuuppbygging og þróun íbúðamarkaðar á Suðurlandi
Byggðastofnun, HMS, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök iðnaðarins og SASS standa fyrir opnum fundi um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar á Suðurlandi. Fundur verður haldin mánudaginn 20. nóvember á Hótel Höfn og hefst hann kl. 11:45 og húsið opnar 11:30. Fundurinn er hluti af fundaröð ýmissa aðila sem láta sig varða atvinnu- og byggðaþróun í landsbyggðunum.
Á fundinum verður farið yfir stöðu á íbúðamarkaði, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða bæði hvað varðar rekstur og uppbyggingu íbúða á landsbyggðinni.
Húsið opnar fimmtán mínútum áður en fundur hefst og boðið upp á léttar veitingar meðan á fundi stendur. Fundargestum er boðið samtal við frummælendur eftir fundinn. Fundarstjóri verður Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður SASS.
Dagskrá
Áskoranir og tækifæri á Suðurlandi
Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS
Staða íbúðauppbyggingar
Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá HMS
Stafræn byggingarleyfi
Hugrún Ýr Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá HMS
Lánastarfsemi Byggðastofnunar
Pétur Friðjónsson, sérfræðingur á fyrirtækjasviði Byggðastofnunar
Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina
Lóa Auðunsdóttir, sérfræðingur hjá HVIN
Aukum hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu
Friðrik Ágúst Ólafsson, viðskiptastjóri hjá SI
Við hvetjum áhugasama um að mæta á fundinn.
Hér er tengill á viðburðinn á facebook.
Atvinnuuppbygging og þróun íbúðamarkaðar á Suðurlandi | Facebook