Auglýsing um framkvæmdaleyfi

20.9.2016

Sveitafélagið Hornafjörður  hefur samþykkt að veita framkvæmdaleyfi vegna Hringvegs nr. 1 milli Hólms og Dynjanda. Framkvæmdin er háð  mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 og liggur matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar fyrir.

„Það er álit skipulagsstofnunar að áhrif leiðar 3b á landslag, ásýnd, jarðmyndanir og gróður verði óhjákvæmilega verulega neikvæð. Þessi leið hefur talsverð neikvæð áhrif á fugla og áhrifin á landslag, ásýnd og jarðmyndanir verða varanleg og óafturkræf.

Skipulagsstofnun telur að efnistaka úr námunni Friðsæld og Dynjanda hafi verulega neikvæð sjónræn áhrif á landslag, sem verði varanleg og óafturkræf.

Skipulagsnefnd leggur til eftirfarandi skilyrði við veitingu framkvæmdaleyfis:

Vegagerðin myndi formlegan samráðshóp fagaðila, m.a. með aðild Landgræðslu ríkisins og Umhverfisstofnunar, um endurheimt votlendis vegna framkvæmdarinnar. Samráðshópurinn hafi það hlutverk að fylgjast með endurheimt votlendis á framkvæmdasvæðinu og vinni að því að markmiði að votlendi endurheimtist til jafns við það sem framkvæmdin hafi raskað.“

Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Hornafjarðar 2012-2030. Ákvörðunin liggur frammi hjá Sveitafélaginu Hornafjörður á heimasíðu sveitafélagsins. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála til 22. október 2016.

 Höfn í Hornafirði 20. september 2016
F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson
Skipulagsstjóri