• Sveitarfélagið Hornafjörður

Auglýsing um íbúakosningu

12.5.2023

Auglýsing um íbúakosningu um aðal- og deiliskipulag um þéttingu byggðar Innbæ sem samþykkt var af bæjarstjórn 27. apríl.

Íbúakosningin mun fara fram frá 19. júní - 10. júlí. Kosningin mun fara fram í Ráðhúsi sveitarfélagsins.

Kosið verður um hvort íbúar vilji að samþykkt aðal- og deiliskipulag um þéttingu byggðar í Innbæ, haldi gildi sínu eða ekki.

Spurningin mun hljóða á þennan hátt:

Samþykkir þú að breyting á aðal- og deiliskipulagi um þéttingu byggðar í Innbæ Hafnar haldi gildi sínu? Já/Nei.

Niðurstaða atkvæðagreiðslu íbúakosningarinnar er ráðgefandi fyrir bæjarstjórn, skv. 107. gr. sveitarstjórnarlaga. 

Sveitarfélagið verður ein kjördeild og kjörstaður verður í Ráðhúsinu og hafa allir kosningabærir íbúar sveitarfélagsins, sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu kosningarétt í íbúakosningunni skv. 4. gr. kosningalaga nr. 112/2021.

Nánari upplýsingar kynningargögn.

Reglur um íbúakosningu.

Öll umgjörð og framkvæmd íbúakosningarinnar er samkvæmt kosningalögum nr. 112/2021, sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga og reglum sveitarfélagsins um íbúakosningu. Þeir einu sem hafa kosningarétt eru á kjörskrá og hafa lögheimili í Sveitarfélaginu Hornafirði kl 12:00 þann 12. maí 2023 og eru eldri en 16. ára miðað við lokadag kosningar.

Yfirkjörstjórn og bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar