Auglýst eftir umsóknum í vinnuskólann
Ungmenni fædd 2007-2010 geta sótt um vinnu í vinnuskólanum sem hefst 5. júní.
Ungmenni sem fædd eru 2007 – 2010 geta sótt um vinnu í vinnuskólanum. Boðið er upp á vinnu fyrir 2007 – 2009 árgangana frá kl. 9-12 og eða kl. 13-16, en 2010 árganginn frá kl. 9 – 12.
Vinnuskólinn stendur í u.þ.b. 8 vikur. Hefst 5. júní og lýkur 28. júlí.
Til að sækja um vinnu er best að fara inn á íbúagátt, fara inn á umsóknir og sækja um vinnu undir vinnuskólinn. Mikilvægt er að skrá allar upplýsingar.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á emilmoravek@hornafjordur.is þar sem fram koma upplýsingar um nafn ungmennis, kennitala, heimilisfang, nafn foreldra, símanúmer, tölvupóstfang, bankaupplýsingar barns og hvenær viðkomandi vill byrja að vinna (tímabil) og og hvaða vinnutíma er óskað eftir.
Við hvetjum alla sem hafa aldur til að sækja um í vinnuskólanum.
Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k.
Allar frekari upplýsingum gefur Emil Örn Morávek, s. 4708028 emilmoravek@hornafjordur.is