Bæjarráð samþykkti kaup á ærslabelg
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst kaup á ærslabelg.
Ærslabelgur hefur svipaða eiginleika og trampolín nema að hann er mikið stærri og fleiri geta leikið sér í einu. Ærslabelgurinn er uppblásinn belgur sem er blásinn upp yfir daginn. Um er að ræða leiktæki sem hefur notið mikilla vinsælda meðal barna jafnt sem fullorðinnar. Áætlað er að setja ærslabelginn upp miðsvæðis í bænum eða við sundlaugina.