Bæjarstjórnin hefur áhyggjur af atvinnuleysi

18.5.2020

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar bókaði á fundi sínum um atvinnuástandið í sveitarfélaginu atvinnuleysi í apríl er 27% sem er með því hæsta á landinu öllu. 

Bæjarstórn bókaði eftirfarandi: 
" Hlutfall atvinnuleitenda og þeirra sem eru á hlutabótaleiðinni í Sveitarfélaginu Hornafirði er 26.6% í apríl og er það með því hæsta sem mælist á landinu öllu. Áætlað er að atvinnuleysi muni mælast 22% í maí. Atvinnuleysi er af áður óþekktu hlutfalli í sveitarfélaginu. Unnið er að skipulagi sumarstarfa í samræmi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Forstöðumenn eru einnig með í skoðun að ráða til sín starfsmenn í samstarfi við Vinnumálastofnun. Bæjarstjórn lýsir yfir áhyggjum af atvinnuástandi í sveitarfélaginu og hvetur stjórnvöld til að horfa til sértækra aðgerða þar sem ástandið er verst."