Bæjarstjórn hefur áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda

25.8.2017

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar lýsti yfir þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar í landinu á bæjarstjórnarfundi 24. ágúst.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar í landinu. Þær miklu afurðaverðslækkanir sem boðaðar hafa verið í haust auk seinkana á greiðslum munu valda bændum verulegum vanda á næstu mánuðum. Ljóst er að sauðfjárbændur munu eiga í erfiðleikum með að standa við skuldbindingar sínar.
Boðuð lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda í haust þýðir 1.800 milljóna króna launalækkun fyrir stéttina í heild, sem bætist við 600 milljóna launalækkun sem þeir urðu fyrir í fyrra.
Bæjarstjór Sveitarfélagsins Hornafjarðar skorar á afurðarstöðvar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Ríkisstjórn Íslands að bregðast við þeim mikla vanda sem fyrirsjáanlegur er.