Barnastarf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar 2018
Nú líður að því að barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar fari af stað. Þar sem krökkum gefst tækifæri á að kynnast nærumhverfinu á nýjan hátt.
Eins og fyrri ár verður farið af stað frá Nýheimum kl. 13 á þriðjudögum, nema annað sé auglýst sérstaklega. Það kostar 500 kr. að koma með í ferðina og gott er að skrá sig í síma 470-8050.
Við minnum ykkur á að koma klædd eftir veðri og með nesti.
Í ár munum við ferðast um víðan völl og förum við til dæmis og skoðum kálfana í Flatey, skoðum fugla og blóm í Óslandinu, siglum út í Mikley, förum á Lúruveiðar, tínum ber og kynnumst náttúru okkar. Við endum svo barnastarfið með óvissuferð.
05.06. Flatey
12.06 Óslandið, Fuglaskoðun
19.06. Mikley
26.06. Lækjarhús
03.07. Papós
10.07. Álaugarey
17.07. Lúra
24.07. Þveit veiðiferð
31.07. Geitafell
14.08 Óvissuferð
*Ferðir og dagsetningar geta breyst vegna veðurs*