Barnastarf Menningarmiðstöðvar í sumar

21.5.2019

Nú líður að því að barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar fari af stað, þar sem börnum gefst tækifæri á að kynnast nærumhverfinu á nýjan hátt.

Eins og fyrri ár verður farið af stað frá Nýheimum kl. 13:00 á þriðjudögum, nema annað sé auglýst sérstaklega.

Það er ókeypis í ferðirnar, skráning fer fram á mánudögum fyrir viðkomandi ferð í síma 470-8050 og við minnum ykkur á að koma klædd eftir veðri og með nesti.

Í ár munum við ferðast um víðan völl og förum við til dæmis og skoðum kálfana í Flatey, skoðum fugla og blóm í Óslandinu, siglum út í Mikley, förum á Lúruveiðar, tínum ber og kynnumst náttúru okkar. Við endum svo barnastarfið með óvissuferð.

  • 04.06           Flatey
  • 11.0             Óslandið, Fuglaskoðun
  • 18.06           Hólmur í Laxárdal
  • 25.06           Lúruveiðar
  • 02.07           Gleypuhraun
  • 09.07           Haukafell
  • 16.07           Mikley
  • 23.07           Stjörnustígurinn
  • 30.07           Papós
  • 13.08           Óvissuferð

*Ferðir og dagsetningar geta breyst vegna veðurs.

Fylla þarf út leyfisblöð fyrir fyrstu ferð barnanna og fást þau í bókasafninu.

Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.

Fallastakkur ehf. styrkir barnastarf Menningarmiðsöðvar.